Erlent

29 nemendur myrtir í Nígeríu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Síðasta árás hópsins var gerð í síðustu viku. Um 115 manns létust og var eyðileggingin á svæðinu gríðarleg. Rúmlega 1500 byggingar skemmdust og um 400 ökutæki eyðilögð.
Síðasta árás hópsins var gerð í síðustu viku. Um 115 manns létust og var eyðileggingin á svæðinu gríðarleg. Rúmlega 1500 byggingar skemmdust og um 400 ökutæki eyðilögð. VISIR/AFP
Herskár hópur múslima réðst inn í heimavistarskóla í Norðaustur- Nígeríu og myrti 29 nemendur. Kveikt var í skólanum og brann hann til grunna. Allir þeir sem létust voru drengir. Stúlkunum var hlíft. Voa news greinir frá þessu. Síðasta árás hópsins var gerð í síðustu viku þar sem rúmlega hundruð létust. 

Hópurinn nefnir sig Boko Haram og þýðir nafnið „Vestræn menntun er syndug“. Hann hefur ítrekað ráðist inn í skóla, þorp og bæi í Yobe-fylki í Nígeríu. Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, lýsti yfir neyðarástandi í Yobe og þremur öðrum fylkjum í maí síðastliðnum. Nígeríski herinn hefur ráðist til atlögu gegn hryðjuverkamönnunum, en án árangurs. Hryðjuverkamennirnir eru sagðir betur vopnaðir en allur herafli stjórnvalda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×