„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 11:39 VÍSIR/GVA „Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“ Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“
Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira