Erlent

Katalónar halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Artur Mas, forseti Katalóníuhéraðsins, lýsti því yfir í morgun að íbúar héraðsins myndu ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy segir aftur á móti að atkvæðagreiðslan, sem til stendur að verði þann 9. nóvember, ólögleg og ekki verði af henni.

„Eins og aðrar þjóðir heimsins, hefur Katalónía réttinn til að ákvarða sína eigin pólitísku framtíð,“ sagði Artur Mas, þegar hann tilkynnti atkvæðagreiðsluna. Henni er þó ekki ætlað að vera bindandi en Mas segir að hún gæti gefið honum merki um að ganga í sjálfstæðisviðræður við stjórnvöld í Madrid.

AP fréttaveitan segir að stjórnarskrá Spánar leyfi ekki atkvæðagreiðslur um sjálfstæði án þess að allir Spánverjar fái að taka þátt. Sérfræðingar sem AP hefur rætt við segja líklegt að stjórnarskrárdómstóll landsins muni segja atkvæðagreiðsluna ólöglega.

Kannanir sýna að meirihluti íbúa Katalóníu eru hlynntir atkvæðagreiðslunni, en þó skiptist þeir í helminga þegar kemur að viðhorfi til sjálfstæðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×