Hlutast ekki til um reglur Útlendingastofnunar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá þingmanni VG. vísir/afp/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að stjórnmálamenn eigi ekki að hlutast til um reglur Útlendingastofnunar um dvalarleyfi erlendra ríkisborgara. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, um það hvort hann teldi koma til greina að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að engum verði vísað héðan til Úkraínu þó atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra kunni að vera útrunnin. „Öllum má í það minnsta vera ljóst að ástandið í landinu er mjög ótryggt,“ sagði Steinunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Á sama tíma hafa hins vegar borist fréttir af því að Útlendingastofnun hér á Íslandi sé að vísa fólki frá sem hér dvelst og er frá Úkraínu aftur til síns heima. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann telji ekki koma til greina, í það minnsta tímabundið, að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að engum verði vísað til Úkraínu að sinni.“Steinunn var vonsvikin með svör Sigmundar.Sigmundur svaraði Steinunni á þá leið að hann ætlaði ekki að skipta sér af vinnureglum Útlendingastofnunar þó vissulega væri ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu í Úkraínu. „Raunar hefur það komið á óvart hversu hratt hlutir hafa þróast þar til verri vegar, þangað til nú í gær að þeir fóru aftur að lagast, að manni skilst, með samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu,“ sagði Sigmundur. „Hvað varðar mat mitt á vinnureglum Útlendingastofnunar þá ætla ég ekki að fara að hlutast til um það. Þar gilda ákveðnar reglur sem menn halda sig við. Hvað Úkraínu varðar hins vegar, þá er ekki stríð í landinu. Það hafa jú verið hörð átök í Kænugarði milli fylkinga þar en við skulum nú vona að það endi ekki í borgarastyrjöld, og raunar tel ég allar líkur á að menn muni sleppa við slíkt.“Átökin ekki breitt úr sér Steinunn steig aftur í pontu og lýsti yfir vonbrigðum með dræmar undirtektir Sigmundar. „Það er rétt að auðvitað starfar Útlendingastofnun eftir ákveðnum reglum, en hér á landi er fólk sem hefur fengið leyfi til dvalar hér, til dæmis með atvinnuleyfum. Þessi leyfi renna út og því miður virðist hafa komið upp mál núna á allra síðustu dögum þar sem fólki hefur verið vísað til Úkraínu vegna þess að þessi leyfi hafa ekki fengist endurnýjuð. Mér finnst réttast í ljósi stöðunnar núna að þá gefum við hreinlega út yfirlýsingu um það að það verði engum vísað til baka, þó svo að atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra renni út , fyrr en við sjáum betur hvernig málin þróast.“ Í seinna svari sínu til Steinunnar sagði forsætisráðherra að sem betur fer væri ekki skollin á borgarastyrjöld í Úkraínu og vonandi þróuðust hlutirnir ekki áfram í þá átt. „Úkraína er auk þess mjög stórt og fjölbreytilegt land, þannig að þó það hafi verið mjög hörð átök milli fylkinga í miðborg Kænugarðs hafa þau átök ekki breitt verulega úr sér í þessu stóra landi og munu vonandi ekki gera. En varðandi mat á því hvernig Útlendingastofnun afgreiðir erindi, þá gilda bara um það ákveðnar reglur sem færi ekki vel á því að stjórnmálamenn væru að hlutast til um eftir því sem atburðir verða í heiminum.“Mikið mannfall síðustu daga Átökin í Úkraínu hafa færst í aukana undanfarna tvo daga. Aðfaranótt miðvikudags féllu 26 í bardögum milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Í nótt og í morgun hafa svo að minnsta kosti 37 fallið að sögn úkraínskra fjölmiðla. Átökin eru hörðust í Kænugarði en hafa einnig brotist út í fleiri borgum. Allar fréttir Vísis af átökunum má finna hér. Fyrirspurn Steinunnar til forsætisráðherra má sjá hér (27:30). Úkraína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að stjórnmálamenn eigi ekki að hlutast til um reglur Útlendingastofnunar um dvalarleyfi erlendra ríkisborgara. Þetta sagði hann í svari við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG, um það hvort hann teldi koma til greina að íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að engum verði vísað héðan til Úkraínu þó atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra kunni að vera útrunnin. „Öllum má í það minnsta vera ljóst að ástandið í landinu er mjög ótryggt,“ sagði Steinunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Á sama tíma hafa hins vegar borist fréttir af því að Útlendingastofnun hér á Íslandi sé að vísa fólki frá sem hér dvelst og er frá Úkraínu aftur til síns heima. Ég vil því spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann telji ekki koma til greina, í það minnsta tímabundið, að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að engum verði vísað til Úkraínu að sinni.“Steinunn var vonsvikin með svör Sigmundar.Sigmundur svaraði Steinunni á þá leið að hann ætlaði ekki að skipta sér af vinnureglum Útlendingastofnunar þó vissulega væri ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu í Úkraínu. „Raunar hefur það komið á óvart hversu hratt hlutir hafa þróast þar til verri vegar, þangað til nú í gær að þeir fóru aftur að lagast, að manni skilst, með samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu,“ sagði Sigmundur. „Hvað varðar mat mitt á vinnureglum Útlendingastofnunar þá ætla ég ekki að fara að hlutast til um það. Þar gilda ákveðnar reglur sem menn halda sig við. Hvað Úkraínu varðar hins vegar, þá er ekki stríð í landinu. Það hafa jú verið hörð átök í Kænugarði milli fylkinga þar en við skulum nú vona að það endi ekki í borgarastyrjöld, og raunar tel ég allar líkur á að menn muni sleppa við slíkt.“Átökin ekki breitt úr sér Steinunn steig aftur í pontu og lýsti yfir vonbrigðum með dræmar undirtektir Sigmundar. „Það er rétt að auðvitað starfar Útlendingastofnun eftir ákveðnum reglum, en hér á landi er fólk sem hefur fengið leyfi til dvalar hér, til dæmis með atvinnuleyfum. Þessi leyfi renna út og því miður virðist hafa komið upp mál núna á allra síðustu dögum þar sem fólki hefur verið vísað til Úkraínu vegna þess að þessi leyfi hafa ekki fengist endurnýjuð. Mér finnst réttast í ljósi stöðunnar núna að þá gefum við hreinlega út yfirlýsingu um það að það verði engum vísað til baka, þó svo að atvinnu- eða dvalarleyfi þeirra renni út , fyrr en við sjáum betur hvernig málin þróast.“ Í seinna svari sínu til Steinunnar sagði forsætisráðherra að sem betur fer væri ekki skollin á borgarastyrjöld í Úkraínu og vonandi þróuðust hlutirnir ekki áfram í þá átt. „Úkraína er auk þess mjög stórt og fjölbreytilegt land, þannig að þó það hafi verið mjög hörð átök milli fylkinga í miðborg Kænugarðs hafa þau átök ekki breitt verulega úr sér í þessu stóra landi og munu vonandi ekki gera. En varðandi mat á því hvernig Útlendingastofnun afgreiðir erindi, þá gilda bara um það ákveðnar reglur sem færi ekki vel á því að stjórnmálamenn væru að hlutast til um eftir því sem atburðir verða í heiminum.“Mikið mannfall síðustu daga Átökin í Úkraínu hafa færst í aukana undanfarna tvo daga. Aðfaranótt miðvikudags féllu 26 í bardögum milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Í nótt og í morgun hafa svo að minnsta kosti 37 fallið að sögn úkraínskra fjölmiðla. Átökin eru hörðust í Kænugarði en hafa einnig brotist út í fleiri borgum. Allar fréttir Vísis af átökunum má finna hér. Fyrirspurn Steinunnar til forsætisráðherra má sjá hér (27:30).
Úkraína Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira