Erlent

Clegg skorar á Farage í kappræður um ESB

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Frjálsra demókrata.
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Frjálsra demókrata. Nordicphotos/AFP
Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur skorað á Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins, í kappræður um aðild Bretlands að Evrópusambandinu.

Farage er einn helsti talsmaður andstæðinga Evrópusambandsins í Bretlandi, en Clegg hefur verið einn ákafasti talsmaður aðildar.

Kosningar til Evrópuþingsins verða haldnar í maí næstkomandi og vonast Clegg til þess að Farage fáist í kappræður áður en kosið verður.

Vaxandi andstaða við Evrópusambandið í Bretlandi hefur leitt til þess að Frjálsir demókratar hafa mælst með lítið fylgi í skoðanakönnunum varðandi kosningar til Evrópuþingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×