Ólafur Ingi Skúlason skoraði þriðja mark belgíska liðsins Zulte-Waregem gegn Zawisza Bydgoszcz í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld, en Zulte vann leikinn, 3-1.
Ólafur Ingi og félagar unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið því samanlagt, 5-2. Zulte-Waregem mætir Shakhtyor Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi í 3. umferðinni.
Hjálmar Jónsson stóð vaktina allan tímann í vörn IFK frá Gautaborg sem tapaði, 1-0, fyrir Györi frá Ungverjalandi á heimavelli. IFK vann útileikinn, 3-0, og komst því auðveldlega áfram.
Þá var Ragnar Sigurðsson í vörn Krasnodar frá Rússlandi sem vann Sillamae Kalev frá Eistlandi, 5-0. Fyrri leikinn vann Krasnodar, 4-0, og einvígið samanlagt, 9-0.
Ólafur Ingi skoraði fyrir Zulte
Tómas Þór Þórðarson skrifar
