Glaða kennslukonan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag. Ég vann með frábæru fólki sem hafði gaman af því sem það gerði. Þar skildi á milli. Ég hafði nefnilega ekki gaman af starfinu sem slíku þó að samstarfsfólk, laun og umhverfi væru alveg í lagi. Ég öfundaði sumar af samstarfskonum mínum af gleðinni sem það virtist veita þeim að vera þarna en ég fann slíkt ekki hjá mér. Ég ákvað því að hætta að vera bankakona og lærði að vera kennslukona í staðinn. Sveitt í lófum með titrandi rödd og milljón fiðrildi í maganum fyrir framan saklausa 8. bekkinga sem biðu eftir að vera uppfræddir í fyrsta æfingakennslutímanum mínum varð mér í augnablik hugsað til þægilega bankastólsins míns. Svo opnaði ég munninn og allt gekk upp eins og ég hafði ætlað mér. Frá þeirri stundu skildi ég gleðina sem samstarfskonur mínar í bankanum fundu, ég var komin á mína hillu. Sannarlega er það ekki svo í kennslunni að allt gangi upp alla daga eins og maður hefur lagt upp með en það er ákaflega sérstök tilfinning að átta sig á því að maður hefur fundið rétta starfið.Sérfræðingar á sínu sviði Allir virðast hafa skoðun á skólamálum því það hafa jú allir verið í skóla og vita því hvernig skólinn virkar. En það er allt annað að vera hinum megin borðsins. Ég tala þar af nokkurri reynslu þar sem ég var eitt sinn nemandi í skólanum þar sem ég kenni nú. Fyrsta árið sem ég stóð fyrir aftan kennaraborðið, en sat ekki fyrir framan það, þurfti ég að venjast þessu nýja hlutverki. Fyrir utan að vera sá sem á að halda uppi aga og fræða 25 börn, í stað þess að vera hluti af hópnum, þá hefur svo margt breyst. Þeir sem halda uppi gagnrýni á störf kennarans mættu hafa það í huga, hlutirnir eru ekki eins og „þegar ég var ung…“ Breytingar hafa orðið miklar og örar en kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði, við höfum menntað okkur sérstaklega fyrir þetta hlutverk og viljum því njóta trausts sem slíkir.Róðurinn þyngist Nú er ég á mínu 7. starfsári í kennslu, ekki langur tími miðað við marga sem vinna með mér, en mér finnst róðurinn þyngjast með hverju árinu. Í kennaranáminu var áherslan á kennslufræðina, hvernig ætti að miðla efninu og aðstoða nemendur og kenna þeim, nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að kennari geri. Suma daga finnst mér hins vegar eins og gráðan mín í mannfræði komi hlutunum meira við, eins og ég sé jafnvel stödd í einhverri mannfræðirannsókn. Ég hef nefnilega minni og minni tíma til að sinna því starfi sem ég hef þjálfun til. Þess í stað er ég að ræða við sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, sérkennara, deildarstjóra, samræma, aðlaga… verkefnin virðast stundum endalaus. Eftir því sem tíminn líður þá þyngist álagið en pyngjan léttist. Einu sinni var ég bankakona, ég var góð í mínu starfi, fékk borgað í samræmi við það en fann ekki til starfsgleði. Núna er ég kennslukona, tel mig góða í mínu starfi og finn til mikillar starfsgleði. Hins vegar eru launin þannig að stundum líður mér eins og gleðin yfir því að vera á réttri hillu eigi að nægja til að borga reikningana líka. Því miður er það ekki svo gott og mér þykir harla súrt í broti að þurfa að velja á milli þess hvort ég vil hafa efni á því að lifa mannsæmandi lífi eða gleðjast yfir því starfi sem ég hef valið mér.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar