Erlent

Leit að flugvélinni hætt í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Ættingjar farþega vélarinnar bíða angistarfullir fregna af vélinni, en flestir farþeganna eru Indónesar.
Ættingjar farþega vélarinnar bíða angistarfullir fregna af vélinni, en flestir farþeganna eru Indónesar. Vísir/AP
Leit að QZ8501, vél flugfélagsins AirAsia Indonesia, hefur verið hætt í dag þar sem myrkur er skollið á í Indónesíu. Leitarmenn segja líklegast að brak vélarinnar sé að finna á hafsbotni.

Vélin var af gerðinni Airbus A320-200 og hvarf af ratsjám í gær þegar vélin var á leið til Singapúr frá indónesísku borginni Surabaya. 162 manns voru um borð í vélinni.

Búist er við að leitarsvæðið verði víkkað á morgun. Fréttaritarar BBC í Singapúr og Surabaya segja að ættingjar farþega bíði angistarfullir fregna af vélinni. Flestir farþega vélarinnar eru Indónesar.

Í morgun bárust fréttir af því að brak úr vélinni hefði fundist í Jövuhafi en við nánari athugun reyndist svo ekki vera.

Flugmenn vélarinnar höfðu beðið um að breyta flugleiðinni eftir að hafa lent í slæmu veðri, en ekki voru send neyðarskilaboð áður en vélin hvarf af ratsjám milli eyjanna Borneó og Súmötru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×