Enski boltinn

Lífvörðurinn dulbýr sig sem þjálfara hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham með sonum sínum. Brooklyn er lengst til vinstri.
Beckham með sonum sínum. Brooklyn er lengst til vinstri. Vísir/Getty
Samkvæmt enska dagblaðinu Daily Star er hinn fimmtán ára Brooklyn Beckham með lífvörð á meðan hann spilar með unglingaliði Arsenal.

Brooklyn er elsti sonur stjörnuhjónanna David og Victoriu Beckham en sá fyrrnefndi hefur verið ein stærsta knattspyrnustjarna heims síðustu árin.

Brooklyn er á mála hjá Arsenal í Lundúnum og ákváðu foreldrarnir að ráða lífvörð til að gæta öryggis hans þegar hann spilar með unglingaliði félagsins.

Samkvæmt fréttinni klæðir dulbýr lífvörðurinn sig með því að klæða sig eins og þjálfari Arsenal og situr hann á bekknum á meðan leikjunum stendur. Haft er eftir heimildamanni sem segir að Arsenal hafi tekið vel í beiðni foreldranna enda vilji félagið gera allt til að tryggja öryggi leikmanna sinna.

Arsenal hefur einnig aukið öryggisgæslu í kringum æfingasvæði félagsins og þá eru leikir unglingaliðsins ekki opnir öllum eins og áður tíðkaðist. Aðeins foreldrar og þeim sem er sérstaklega boðið mega horfa á leikina.

Fullyrt er að Brooklyn standi sig vel hjá Arsenal og eigi bjarta framtíð í boltanum, líkt og yngri bræður hans - hinn tólf ára Romeo og níu ára Cruz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×