Írland og Skotland unnu góða sigra í undankeppni Evrópumótsins 2016 í dag. Írar buðu uppá markaveislu.
Írland gjörsamlega keyrði yfir Gíbraltar á sínum heimavelli, en Robbie Keane var kominn með þrennu eftir átján mínútur. Þeir bættu svo við fjórum mörkum, en Gíbraltar er með 0 stig og markatöluna 0-14 eftir tvo leiki.
Í sama riðli mættust Skotland og Georgía, en úrslitin þar réðust á sjálfsmark eftir tæpan hálftíma leik. Írland er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina, en Skotland þrjú.
Rúmenía mætti Ungverjum í F-riðli og skildu liðin jöfn 1-1, en Balazs Dzsudzsak jafnaði metin fyrir Ungverjaland átta mínútum fyrir leikslok.
Að lokum gerðu Armenar og Serbar jafntefli í Armeníu, en Zoran Tosic bjargaði stigi fyrir Serbíu í uppbótartíma.
Írland - Gíbraltar 7-0
1-0 Robbie Keane (6.), 2-0 Robbie Keane (14.), 3-0 Robbie Keane (víti - 18.), 4-0 James McClean (46.), 5-0 Jordan Perez (sjálfsmark - 52.), 6-0 James McClean (53.), 7-0 Wesley Hoolahan (56.).
Skotland - Georgía 1-0
1-0 Akaki Khubutia (sjálfsmark - 28.).
Rúmenía - Ungverjaland 1-1
1-0 Raul Andrei Rusescu (45.), 1-1 Balazs Dzsudzsak (82.).
Armenía - Serbía 1-1
1-0 Robert Arzumanyan (73.), 1-1 Zoran Tosic (90.)
Markaveisla hjá Írum - Öll úrslitin
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn



Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn




