Erlent

Brak fannst í Jövuhafi

Gunnar Valþórsson skrifar
Niðurbrotnir aðstandendur bíða nánari fregna.
Niðurbrotnir aðstandendur bíða nánari fregna. vísir/ap
Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.

Björgunarlið frá mörgum þjóðlöndum kemur nú að leitinni en 162 voru um borð í vélinni sem hvarf af ratsjá um klukkustund eftir flugtak frá Surabaya í Indónesíu. Slæmt veður var á flugleiðinni og hafði flugstjórinn beðið um heimild til að hækka flugið. Áður en hægt var að veita slíka heimild hvarf vélin hinsvegar.

Þá segjast yfirvöld í Indónesíu hafa sent björgunarsveitir af stað til að rannsaka fregnir sem borist hafa af reykjarmekki sem stígur upp á eyju á leitarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×