Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla Randver Kári Randversson skrifar 28. maí 2014 12:10 Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Visir/Vilhelm Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira