Innlent

Flugmenn fá tæplega sjö prósenta hækkun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samningurinn er nú í atkvæðagreiðslu og munu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir á föstudag.
Samningurinn er nú í atkvæðagreiðslu og munu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir á föstudag.
Nýundirritaður kjarasamningur flugmanna Icelandair kveður á um 6,8 prósenta hækkun. Flugmenn fá almenna launahækkun upp á 2,8 prósent en fá þeir jafnframt hækkanir á bónusgreiðslum vegna eldsneytissparnaðar og stundvísi.

Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir flugmenn þó líta á samninginn sem vopnahlé, farið verði í samningaviðræður öðru sinni í október næstkomandi. Hann segir að á ársgrundvelli sé þetta um átta prósenta hækkun, en það er töluvert undir settum kröfum flugmanna.

Samningurinn er nú í atkvæðagreiðslu og munu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir á föstudag. Samningurinn var undirritaður á fimmtudaginn í síðustu viku, 22. maí síðastliðinn, og gildir samningurinn til 30. september. 

Eins og kunnugt er  setti Alþingi lög á verkfallsaðgerðir flugmanna, en flugmenn hófu verkfall hinn 9.maí síðastliðinn. Tugum flugferða var aflýst vegna verkfallsins og vegna þess að flugmenn neituðu að vinna yfirvinnu. 


Tengdar fréttir

Skrifað undir samning í flugmannadeilu

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning við félagið hjá Ríkissáttasemjara klukkan rúmlega fimm í morgun eftir samningafund sem hafði staðið frá því í gærmorgun.

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×