Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2014 13:01 Sakborningarnir fjórir eru allir staddir í dómsal ásamt verjendum sínum og öðrum starfsmönnum þeirra. vísir/gva Aðalmeðferð í Aurum málinu hefur staðið yfir í morgun og mun teygja sig áfram inn í næstu viku og líklegast eitthvað lengur. Málflutningurinn hófst á því að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari reifaði ákæruna stuttlega og með hvaða hætti hann muni sýna fram á sekt sakborninganna fjögurra. Hann sagðist myndu sýna fram á hvernig Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson hefðu misnotað aðstöðu sína og sett fjárhagslega hagsmuni bankans í hættu. Hann lagði meðal annars áherslu á að lánveitingin hefði verið samþykkt milli funda og þannig hefði yfirferð áhættunefndar Glitnis banka verið sniðgengin. Þá sagði Ólafur lánið hafa verið veitt vegna hvatningar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og það hefði verið honum og Fons til hagsbóta, ásamt því að hann hefði nýtt hluta þess í eigin þágu. Í kjölfarið gerðu verjendur grein fyrir helstu sjónarmiðum skjólstæðinga sinna.Segja nýtt verðmat lykilskjalÓttar Pálsson, lögmaður Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis, lagði fram nýtt skjal sem inniheldur verðmat fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Aurum-holding sem unnið var í apríl 2008. Hann sagði þetta verða lykilskjal í málinu þar sem þar komi fram mat á félaginu hafi verið hærra heldur en gert var ráð fyrir við lánveitinguna. Óttar gagnrýndi harðlega að skjalið hefði ekki komið fram við rannsókn lögreglu og embættis sérstaks saksóknara á málinu, en skjöl málsins telja nú yfir 7 þúsund síður. Óttar sagði varnir myndu leiða það í ljós að verðhugmyndir í Aurum voru fjarri því að vera ágengar hvað þá fjarstæðukenndar og að þau sönnunargögn sem að veiti veigamestu vísbendingarnar bendi til alls annars. „Grundvallarmálatilbúnaðurinn að menn hafi átt að gera sér grein fyrir að Aurum væri einskis virði, stenst ekki skoðun. Nú hlýtur málatilbúnaður ákæruvaldins endanlega að hrynja,“ sagði Óttar í athugasemd sinni í dag. Aðrir verjendur tóku undir þetta. Helgi Birgisson, verjandi Magnúsar Arnar Arngrímssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sagði skjólstæðing sinn ekki hafa verið þátttakanda í neinu plotti eða misferli. „Ef að menn trúa á drauga þá sjá þeir drauga,“ sagði Helgi.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók undir gagnrýni Óttars á sérstakan saksóknara og hvers vegna embættið hefði ítrekað verið tregt til að leggja fram skjöl í málinu. „Ég hef aldrei þurft að spyrja sjálfan mig jafn ágengra spurninga við réttarhöld, eins og nú. Ég spyr mig hvers vegna embættið leggur ekki fram þessi gögn,“ sagði Gestur. Hann þakkaði einnig dómurunum fyrir að gera ekki athugasemdir við að verjendur hefðu haft samband við vitni. Símtal Óttars hefði leitt í ljós Kaupþings verðmatið sem lagt var fram í dag. „Gleymum því ekki hver Kaupþing er í málinu. Hann er fasteignasalinn í þessu máli, ekki lánveitandi. Hans hagsmunir eru engir aðrir en að finna verðmat sem er líklegt til að geta orðið grundvöllur viðskipta milli ótengdra aðila, það eru hans hagsmunir. Þess vegna er verðmatið frá Kaupþingi óendanlega verðmæt upplýsing um hvert hafi verið talið verðmatið á þessum tíma. Niðurstaðan er að miða við 120 milljónir punda,“ sagði Gestur.Bjarni Eiríksson, verjandi Bjarna Jóhannessonar, tók einnig undir það sem aðrir verjendur höfðu sagt, og sagði skjólstæðing sinn hafa haft stöðu almenns starfsmanns innan bankans. Lánaákvörðunin hafi verið fullkomlega lögmæt, stutt góðum rökum og bankinn hefði verið betur settur eftir á. Bjarni sagði að sér þætti oft þegar verið væri að veita viðurkenningar eins og fálkaorður að þá væri einungis verið að verðlauna menn fyrir að mæta til vinnu. Hins vegar væri í þessu tilviki verið að krefjast refsingar yfir skjólstæðingi hans fyrir það eitt að mæta í vinnuna. „Það eina sem hann hefur til sakar unnið er að hafa unnið í banka og hafa farið að tilmælum yfir boðara sínum,“ sagði Bjarni.Vont að sjá hvernig farið væri með samstarfsmenn Eftir yfirferð sækjanda og verjenda var hafist handa við skýrslutökur. Fyrsta skýrslutakan var af Lárusi Welding en hann byrjaði á því að ávarpa dóminn með sinni afstöðu. Lárus sagði stóran hluta starfs síns hafa falist í að taka ákvarðanir um lánveitingar, líklegast hafi hann komið að allt að 800 lánveitingum á þeim tíma sem hann var í bankanum. Hann sagði embætti sérstaks saksóknara hafa staðið í linnulausri leit síðasta áratuginn að saknæmu athæfi hjá honum við allar þessar lánveitingar. Lárus sagði það sem hann myndi nú sex árum síðar um lánveitinguna vera verulega litað af yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara. Embættið hefði eytt miklum tíma í að búa til sögur og látið að því liggja að innan bankans hefði staðið styr um þessa lánveitingu. Vilji bankans hefði staðið til þess að fá frekari tryggingu í viðskiptum við Fons og staða bankans hefði verið bættari eftir hana. Hann hafnaði því algerlega að hann hefði látið undir þrýstingi við ákvörðun um lánveitinguna. Lárus sagði einnig að sér þætti vont að sjá hvernig farið væri með suma fyrrverandi starfsmenn sína, og vísaði þá sérstaklega til meðákærðu Magnúsar og Bjarna sem hefðu ekki verið að gera neitt annað en að vinna vinnuna sína. Hann sagði hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu. Eftir ávarp Lárusar hófst skýrslutakan þar sem Ólafur Þór Hauksson spurði Lárus spurninga. Hann spurði meðal annars hver stefna bankans hefði verið um útlán sumarið 2008. Lárus svaraði að bankinn hefði aðallega verið að reyna að halda sjó. Aðspurður hvort hann hefði starfað í samræmi við lánareglur bankans sagðist Lárus sannarlega hafa gert það. Lárus var spurður ítarlega út í hvernig lánveitingin hefði verið ákveðin nákvæmlega, hverjir hafi komið að ákvörðuninni og með hvaða hætti. Oft átti Lárus erfitt með að muna nákvæmlega hvernig hlutirnir gengu fyrir sig og bornir voru undir hann mýmargir tölvupóstar og skjöl. Margir tölvupóstar milli Jóns Ásgeirs og Lárusar voru birtir þar sem lánamöguleikar voru ræddir. Lárus sagði hlutabréfaverðin í Aurum hafa átt að standa undir öllu láninu, 6 milljörðum á endanum. Hann sagði fyrirtækið hafa verið vel rekið með jákvæða EBITDA. Sérstakur saksóknari hefur lokið fyrstu umferð spurninga sinna til Lárusar. Verjendum og eftir atvikum dómurum mun nú eftir hádegi gefast kostur á að spyrja hann spurninga. Líklegt má telja að næst á eftir honum verði tekin skýrsla af Magnúsi Arnari. Tugir vitna munu koma fyrir dóminn í málinu, sem er á dagskrá héraðsdóms út fimmtudaginn í næstu viku, en líklegt má telja að það lengist enn frekar. Einhverjir erlendir aðilar munu einnig bera vitni. Aurum Holding málið Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum málinu hefur staðið yfir í morgun og mun teygja sig áfram inn í næstu viku og líklegast eitthvað lengur. Málflutningurinn hófst á því að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari reifaði ákæruna stuttlega og með hvaða hætti hann muni sýna fram á sekt sakborninganna fjögurra. Hann sagðist myndu sýna fram á hvernig Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson hefðu misnotað aðstöðu sína og sett fjárhagslega hagsmuni bankans í hættu. Hann lagði meðal annars áherslu á að lánveitingin hefði verið samþykkt milli funda og þannig hefði yfirferð áhættunefndar Glitnis banka verið sniðgengin. Þá sagði Ólafur lánið hafa verið veitt vegna hvatningar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og það hefði verið honum og Fons til hagsbóta, ásamt því að hann hefði nýtt hluta þess í eigin þágu. Í kjölfarið gerðu verjendur grein fyrir helstu sjónarmiðum skjólstæðinga sinna.Segja nýtt verðmat lykilskjalÓttar Pálsson, lögmaður Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis, lagði fram nýtt skjal sem inniheldur verðmat fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Aurum-holding sem unnið var í apríl 2008. Hann sagði þetta verða lykilskjal í málinu þar sem þar komi fram mat á félaginu hafi verið hærra heldur en gert var ráð fyrir við lánveitinguna. Óttar gagnrýndi harðlega að skjalið hefði ekki komið fram við rannsókn lögreglu og embættis sérstaks saksóknara á málinu, en skjöl málsins telja nú yfir 7 þúsund síður. Óttar sagði varnir myndu leiða það í ljós að verðhugmyndir í Aurum voru fjarri því að vera ágengar hvað þá fjarstæðukenndar og að þau sönnunargögn sem að veiti veigamestu vísbendingarnar bendi til alls annars. „Grundvallarmálatilbúnaðurinn að menn hafi átt að gera sér grein fyrir að Aurum væri einskis virði, stenst ekki skoðun. Nú hlýtur málatilbúnaður ákæruvaldins endanlega að hrynja,“ sagði Óttar í athugasemd sinni í dag. Aðrir verjendur tóku undir þetta. Helgi Birgisson, verjandi Magnúsar Arnar Arngrímssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sagði skjólstæðing sinn ekki hafa verið þátttakanda í neinu plotti eða misferli. „Ef að menn trúa á drauga þá sjá þeir drauga,“ sagði Helgi.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók undir gagnrýni Óttars á sérstakan saksóknara og hvers vegna embættið hefði ítrekað verið tregt til að leggja fram skjöl í málinu. „Ég hef aldrei þurft að spyrja sjálfan mig jafn ágengra spurninga við réttarhöld, eins og nú. Ég spyr mig hvers vegna embættið leggur ekki fram þessi gögn,“ sagði Gestur. Hann þakkaði einnig dómurunum fyrir að gera ekki athugasemdir við að verjendur hefðu haft samband við vitni. Símtal Óttars hefði leitt í ljós Kaupþings verðmatið sem lagt var fram í dag. „Gleymum því ekki hver Kaupþing er í málinu. Hann er fasteignasalinn í þessu máli, ekki lánveitandi. Hans hagsmunir eru engir aðrir en að finna verðmat sem er líklegt til að geta orðið grundvöllur viðskipta milli ótengdra aðila, það eru hans hagsmunir. Þess vegna er verðmatið frá Kaupþingi óendanlega verðmæt upplýsing um hvert hafi verið talið verðmatið á þessum tíma. Niðurstaðan er að miða við 120 milljónir punda,“ sagði Gestur.Bjarni Eiríksson, verjandi Bjarna Jóhannessonar, tók einnig undir það sem aðrir verjendur höfðu sagt, og sagði skjólstæðing sinn hafa haft stöðu almenns starfsmanns innan bankans. Lánaákvörðunin hafi verið fullkomlega lögmæt, stutt góðum rökum og bankinn hefði verið betur settur eftir á. Bjarni sagði að sér þætti oft þegar verið væri að veita viðurkenningar eins og fálkaorður að þá væri einungis verið að verðlauna menn fyrir að mæta til vinnu. Hins vegar væri í þessu tilviki verið að krefjast refsingar yfir skjólstæðingi hans fyrir það eitt að mæta í vinnuna. „Það eina sem hann hefur til sakar unnið er að hafa unnið í banka og hafa farið að tilmælum yfir boðara sínum,“ sagði Bjarni.Vont að sjá hvernig farið væri með samstarfsmenn Eftir yfirferð sækjanda og verjenda var hafist handa við skýrslutökur. Fyrsta skýrslutakan var af Lárusi Welding en hann byrjaði á því að ávarpa dóminn með sinni afstöðu. Lárus sagði stóran hluta starfs síns hafa falist í að taka ákvarðanir um lánveitingar, líklegast hafi hann komið að allt að 800 lánveitingum á þeim tíma sem hann var í bankanum. Hann sagði embætti sérstaks saksóknara hafa staðið í linnulausri leit síðasta áratuginn að saknæmu athæfi hjá honum við allar þessar lánveitingar. Lárus sagði það sem hann myndi nú sex árum síðar um lánveitinguna vera verulega litað af yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara. Embættið hefði eytt miklum tíma í að búa til sögur og látið að því liggja að innan bankans hefði staðið styr um þessa lánveitingu. Vilji bankans hefði staðið til þess að fá frekari tryggingu í viðskiptum við Fons og staða bankans hefði verið bættari eftir hana. Hann hafnaði því algerlega að hann hefði látið undir þrýstingi við ákvörðun um lánveitinguna. Lárus sagði einnig að sér þætti vont að sjá hvernig farið væri með suma fyrrverandi starfsmenn sína, og vísaði þá sérstaklega til meðákærðu Magnúsar og Bjarna sem hefðu ekki verið að gera neitt annað en að vinna vinnuna sína. Hann sagði hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu. Eftir ávarp Lárusar hófst skýrslutakan þar sem Ólafur Þór Hauksson spurði Lárus spurninga. Hann spurði meðal annars hver stefna bankans hefði verið um útlán sumarið 2008. Lárus svaraði að bankinn hefði aðallega verið að reyna að halda sjó. Aðspurður hvort hann hefði starfað í samræmi við lánareglur bankans sagðist Lárus sannarlega hafa gert það. Lárus var spurður ítarlega út í hvernig lánveitingin hefði verið ákveðin nákvæmlega, hverjir hafi komið að ákvörðuninni og með hvaða hætti. Oft átti Lárus erfitt með að muna nákvæmlega hvernig hlutirnir gengu fyrir sig og bornir voru undir hann mýmargir tölvupóstar og skjöl. Margir tölvupóstar milli Jóns Ásgeirs og Lárusar voru birtir þar sem lánamöguleikar voru ræddir. Lárus sagði hlutabréfaverðin í Aurum hafa átt að standa undir öllu láninu, 6 milljörðum á endanum. Hann sagði fyrirtækið hafa verið vel rekið með jákvæða EBITDA. Sérstakur saksóknari hefur lokið fyrstu umferð spurninga sinna til Lárusar. Verjendum og eftir atvikum dómurum mun nú eftir hádegi gefast kostur á að spyrja hann spurninga. Líklegt má telja að næst á eftir honum verði tekin skýrsla af Magnúsi Arnari. Tugir vitna munu koma fyrir dóminn í málinu, sem er á dagskrá héraðsdóms út fimmtudaginn í næstu viku, en líklegt má telja að það lengist enn frekar. Einhverjir erlendir aðilar munu einnig bera vitni.
Aurum Holding málið Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira