Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Jóhannes Stefánsson skrifar 9. febrúar 2014 21:00 Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð? Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð?
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira