Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Hjörtur Hjartarson skrifar 5. ágúst 2014 19:15 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, njóti stuðnings hans í embætti innanríkisráðherra. Hann segir málið þó viðkvæmt og að Hanna Birna sé í óþægilegri stöðu. Bjarni segir að enginn ætti að efast um að Hanna Birna njóti hans stuðnings. „Þeir sem sitja í ríkisstjórn gera það í skjóli umboðs og fulls trausts og það á við um innanríkisráðherra eins og aðra ráðherra,“ segir Bjarni.Finnstþér aðHanna Birna hefðiátt aðtaka einhvernveginnöðruvísiáþessu máli en hún hefur gert frá þvíað þaðkom fyrst uppíjanúar? „Það er ekki gott að segja hvort það hefði mátt takmarka umræðuna um það með hvaða hætti samskipti ráðuneytisins og þeirra sem að rannsókninni standa hefði átt að vera eða bregðast einhvernveginn öðruvísi við,“ segir Bjarni.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraBjarni segir jafnframt að mestu máli skipti að ráðuneytið hafi veitt lögreglunni aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem máli skipta fyrir rannsóknina. Það telur að hann hafi verið gert.En er það ekki í besta falli óeðlilegt að innanríkisráðherra ræði við undirmann sinn, lögreglustjórann, um yfirstandandi rannsókn sem snýr að ráðuneyti hennar? „Það er alveg skiljanlegt að menn velti því fyrir sér. Þetta er viðkvæmt mál og þetta er óþægileg staða sem ráðherrann er í. Ég studdi ráðherrann í því í upphafi að stíga ekki til hliðar vegna þess að það er mjög viðamikil ákvörðun og maður veltir fyrir sér fordæminu sem í því gæti falist, það er að segja, til framtíðar þyrfti ráðherra dómsmála þá að stíga til hliðar í hvert sinn sem lögð yrði fram kæra vegna þess hvernig tekið væri á einstökum málum. Mér fannst það afar slæmt fordæmi." Bjarni segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra um stöðu innanríkisráðherra. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega á ríkisstjórnarfundi ekki nema að innanríkisráðherra hefur gert grein fyrir stöðu málsins á ákveðnum tímapunkti. En nei nei, við forsætisráðherra höfum ekki verið að ræða þetta mál sérstaklega okkar í milli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira