Umfjöllun: Danmörk - Ísland 1-1 | Stelpurnar náðu í stig í Vejle 15. júní 2014 10:20 Dóra María Lárusdóttir fagnar marki sínu. Mynd/KSí-Hilmar Þór Guðmundsson Ísland gerði jafntefli við Danmörku, 1-1, í undankeppni HM 2015 í fótbolta í dag, en leikurinn fór fram í Vejle. Dóra María Lárusdóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Ísland er áfram í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en hann var harður allan tímann og augljóst að bæði lið lögðu allt í sölurnar til að ná sigri. Jafntefli gerði lítið fyrir bæði lið sem berjast um annað sætið í riðlinum, en aðeins fjögur bestu liðin sem enda í öðru sæti komast í umspil um sæti á HM. Ísland komst yfir með marki Dóru Maríu Lárusdóttur á 28. mínútu, en hún skoraði eftir undirbúning RakelarHönnudóttur. Adam var þó ekki lengi í paradís því Danir jöfnuðu aðeins sjö mínútum síðar. JohannaRasmussen kom boltanum í íslenska markið eftir varnarmistök okkar stúlkna. Seinni hálfleikurinn var bráðfjörugur og vel spilaður. Mikill hraði var í leiknum, en þær dönsku héldu boltanum betur eins og búast mátti við. Íslenska vörnin gerði vel í að stöðva sóknarlotur heimamanna á síðasta þriðjungi vallarins og þá var Þóra B. Helgadóttir ósigrandi í markinu. Bestu færi Íslands komu í fyrri hálfleik en DagnýBrynjarsdóttir hefði átt að skora eftir hálftíma leik. Færin voru af skornum skammti í seinni hálfleik en spilamennskan að mörgu leyti ágæt hjá íslenska liðinu. Með smá heppni hefðu stelpurnar getað unnið leikinn. Eftir leikinn er Ísland í öðru sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki en Sviss er langefst með 22 stig eftir átta leiki. Danir eru með níu stig eftir sex leiki líkt og Ísrael en Ísland, Danmörk og Ísrael berjast um annað sætið. Ísland á nú eftir fjóra heimaleiki; gegn Danmörku, Möltu, Ísrael og Serbíu. Stelpurnar verða að næla sér í eins mörg stig og hægt er til að eiga möguleika á að komast í umspil um sæti á HM 2015.Byrjunarlið Íslands (4-5-1): Þóra B. Helgadóttir; Ólína Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Harpa Þorsteinsdóttir.Textalýsing leiksins: 12.51 LEIK LOKIÐ, 1-1. 12.51 Nadim á líklega síðustu tilraun leiksins, beint úr aukaspyrnu. Skotið er yfir vegginn en ekki nógu fast og Þóra grípur. Uppbótartími í gangi. 12.46 Skipting: Elín Metta Jensen kemur inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur. 12.45 Íslensku stelpurnar komast í efnilega skyndisókn sem rennur út í sandinn. Harpa nær laflausu skotið á markið. Þetta var tækifæri til að klára leikinn. 12.43 Enn kemst Nadim í færi í teignum. Boltanum er lyft yfir vörnina og inn á teigin þar sem hún reynir skalla en Þóra er ósigrandi í markinu þessa stundina. 12.38 Danir í dauðafæri! Sóknarmaður heimamanna kemst einn á móti Þóru sem ver meistaralega. Þarna skall hurð nærri hælum. Danska liðið sækir stíft núna. 12.36 Skipting: Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. 12.34 Nadia Nadmin í góðu færi í teignum hjá Íslandi en þrumar boltanum yfir. Þetta var negla, en sem betur fer fór boltinn ekki á rammann. Bæði lið keppast nú við að skora sigurmarkið enda gerir jafntefli lítið fyrir þau bæði. 12.29 Flott sókn Dana upp vinstri vænginn endar með skoti úr teignum sem Þóra ver. Hún gerir vel í að halda boltanum. 12.24 Varnarmaður Dana missir boltann frá sér og Rakel er fljót að átta sig og hirðir boltann af henni. Brotið er á Rakel og Daninn fær gult spjald. Dóra María spyrnir langt inn á teiginn úr aukaspyrnunni þar sem fyrirliðinn Sara Björk reynir skalla aftur fyrir sig en boltinn framhjá. 12.21 Danir ná skoti úr teignum en Þóra er með allt á hreinu í markinu. Heimamenn eru betri þessa stundina. 12.19 Skipting: Guðný Björk Óðinsdóttir kemur inn á fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. 12.17 Danir halda boltanum ágætlega en sterk íslensk vörn gerir út um flestar sóknir þeirra á síðasta þriðjungi vallarins. Ísland reynir að sækja hratt þegar það fær boltann og lyfta knettinum yfir varnarlínu Dana. Harpa og Fanndís hlaupa út um allt í framlínu liðsins. 12.11 Flott spil hjá íslenska liðinu á 53. mínútu sem endar með fyrirgjöf frá Fanndísi inn á teiginn. Markvörður Dana lendir í basli en slær boltann frá. Heimamenn bruna upp og ná föstu skoti á markið sem Þóra er við það að missa í netið en hún nær boltanum í annarri tilraun. 12.04 Dóra María byrjar seinni hálfleikinn á því að fá gult spjald fyrir brot á Nadim. 12.03 Seinni hálfleikur hafinn. 11.47 HÁLFLEIKUR. 11.45 Þarna slapp Ísland með skrekkinn. Nadia Nadmin á marktilraun í stöngina fyrir Dani eftir hornspyrnu. 11.37 MARK!!! Danir jafna, 1-1. JohannaRasmussen skorar fyrir heimamenn á 35. mínútu. Dagný Brynjarsdóttir fór illa með gott færi fyrir Ísland nokkrum mínútum áður. Adam var ekki lengi í paradís. 11.30 MARK!!! Ísland er komið yfir í Vejle. Dóra María Lárusdóttir skorar á 28. mínútu fyrir stelpurnar okkar. Frábært. Ísland á svo tvö skot að marki í næstu sóknum. Kraftur í okkar stelpum. 11.20 Baráttan er mikil í leiknum og liðin eru mikið í því að brjóta á hvort öðru. Þær dönsku reyna fyrsta skot leiksins á 22. mínútu en íslenska vörnin kemst í milli. 11.10 Hvorugt liðið náð skoti að marki fyrstu tíu mínútur leiksins. Nokkrar aukaspyrnur úti á velli. Lítið að gerast í byrjun leiks. 11.00 Leikurinn er hafinn. 10.50 Danska liðið er mjög sterkt, en það vill halda boltanum og stýra leikjum sínum. Þær dönsku eru búnar að spila tvívegis við Sviss; tapa einu sinni 1-0 og gerðu síðast jafntefli, 1-1. Ísland tapaði í tvígang sannfærandi fyrir sterku liði Sviss til að gefa einhverja mynd af styrkleika liðanna. Danska liðið gerði óvænt jafntefli við Serbíu í fyrsta leik sínum. 10.30 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Sviss, 3-0, í síðasta leik liðsins í undankeppninni. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir víkur fyrir Rakel Hönnudóttur. Sif Atladóttir færist aftur í miðvörðinn en hún spilaði aftast á miðju á móti Sviss. 10.25 Góðan daginn. Stelpurnar okkar hefja aftur leik í undankeppni HM 2015 nú í morgunsárið gegn Danmörku í Vejle. Sigur er nokkuð mikilvægur í dag þar sem Ísland er aðeins í baráttunni um annað sætið og ekki nema fjögur bestu liðin í öðru sæti komast í umspil um sæti á HM 2015. Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Danmörku, 1-1, í undankeppni HM 2015 í fótbolta í dag, en leikurinn fór fram í Vejle. Dóra María Lárusdóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik. Ísland er áfram í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en hann var harður allan tímann og augljóst að bæði lið lögðu allt í sölurnar til að ná sigri. Jafntefli gerði lítið fyrir bæði lið sem berjast um annað sætið í riðlinum, en aðeins fjögur bestu liðin sem enda í öðru sæti komast í umspil um sæti á HM. Ísland komst yfir með marki Dóru Maríu Lárusdóttur á 28. mínútu, en hún skoraði eftir undirbúning RakelarHönnudóttur. Adam var þó ekki lengi í paradís því Danir jöfnuðu aðeins sjö mínútum síðar. JohannaRasmussen kom boltanum í íslenska markið eftir varnarmistök okkar stúlkna. Seinni hálfleikurinn var bráðfjörugur og vel spilaður. Mikill hraði var í leiknum, en þær dönsku héldu boltanum betur eins og búast mátti við. Íslenska vörnin gerði vel í að stöðva sóknarlotur heimamanna á síðasta þriðjungi vallarins og þá var Þóra B. Helgadóttir ósigrandi í markinu. Bestu færi Íslands komu í fyrri hálfleik en DagnýBrynjarsdóttir hefði átt að skora eftir hálftíma leik. Færin voru af skornum skammti í seinni hálfleik en spilamennskan að mörgu leyti ágæt hjá íslenska liðinu. Með smá heppni hefðu stelpurnar getað unnið leikinn. Eftir leikinn er Ísland í öðru sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki en Sviss er langefst með 22 stig eftir átta leiki. Danir eru með níu stig eftir sex leiki líkt og Ísrael en Ísland, Danmörk og Ísrael berjast um annað sætið. Ísland á nú eftir fjóra heimaleiki; gegn Danmörku, Möltu, Ísrael og Serbíu. Stelpurnar verða að næla sér í eins mörg stig og hægt er til að eiga möguleika á að komast í umspil um sæti á HM 2015.Byrjunarlið Íslands (4-5-1): Þóra B. Helgadóttir; Ólína Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Dagný Brynjarsdóttir; Harpa Þorsteinsdóttir.Textalýsing leiksins: 12.51 LEIK LOKIÐ, 1-1. 12.51 Nadim á líklega síðustu tilraun leiksins, beint úr aukaspyrnu. Skotið er yfir vegginn en ekki nógu fast og Þóra grípur. Uppbótartími í gangi. 12.46 Skipting: Elín Metta Jensen kemur inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur. 12.45 Íslensku stelpurnar komast í efnilega skyndisókn sem rennur út í sandinn. Harpa nær laflausu skotið á markið. Þetta var tækifæri til að klára leikinn. 12.43 Enn kemst Nadim í færi í teignum. Boltanum er lyft yfir vörnina og inn á teigin þar sem hún reynir skalla en Þóra er ósigrandi í markinu þessa stundina. 12.38 Danir í dauðafæri! Sóknarmaður heimamanna kemst einn á móti Þóru sem ver meistaralega. Þarna skall hurð nærri hælum. Danska liðið sækir stíft núna. 12.36 Skipting: Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. 12.34 Nadia Nadmin í góðu færi í teignum hjá Íslandi en þrumar boltanum yfir. Þetta var negla, en sem betur fer fór boltinn ekki á rammann. Bæði lið keppast nú við að skora sigurmarkið enda gerir jafntefli lítið fyrir þau bæði. 12.29 Flott sókn Dana upp vinstri vænginn endar með skoti úr teignum sem Þóra ver. Hún gerir vel í að halda boltanum. 12.24 Varnarmaður Dana missir boltann frá sér og Rakel er fljót að átta sig og hirðir boltann af henni. Brotið er á Rakel og Daninn fær gult spjald. Dóra María spyrnir langt inn á teiginn úr aukaspyrnunni þar sem fyrirliðinn Sara Björk reynir skalla aftur fyrir sig en boltinn framhjá. 12.21 Danir ná skoti úr teignum en Þóra er með allt á hreinu í markinu. Heimamenn eru betri þessa stundina. 12.19 Skipting: Guðný Björk Óðinsdóttir kemur inn á fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. 12.17 Danir halda boltanum ágætlega en sterk íslensk vörn gerir út um flestar sóknir þeirra á síðasta þriðjungi vallarins. Ísland reynir að sækja hratt þegar það fær boltann og lyfta knettinum yfir varnarlínu Dana. Harpa og Fanndís hlaupa út um allt í framlínu liðsins. 12.11 Flott spil hjá íslenska liðinu á 53. mínútu sem endar með fyrirgjöf frá Fanndísi inn á teiginn. Markvörður Dana lendir í basli en slær boltann frá. Heimamenn bruna upp og ná föstu skoti á markið sem Þóra er við það að missa í netið en hún nær boltanum í annarri tilraun. 12.04 Dóra María byrjar seinni hálfleikinn á því að fá gult spjald fyrir brot á Nadim. 12.03 Seinni hálfleikur hafinn. 11.47 HÁLFLEIKUR. 11.45 Þarna slapp Ísland með skrekkinn. Nadia Nadmin á marktilraun í stöngina fyrir Dani eftir hornspyrnu. 11.37 MARK!!! Danir jafna, 1-1. JohannaRasmussen skorar fyrir heimamenn á 35. mínútu. Dagný Brynjarsdóttir fór illa með gott færi fyrir Ísland nokkrum mínútum áður. Adam var ekki lengi í paradís. 11.30 MARK!!! Ísland er komið yfir í Vejle. Dóra María Lárusdóttir skorar á 28. mínútu fyrir stelpurnar okkar. Frábært. Ísland á svo tvö skot að marki í næstu sóknum. Kraftur í okkar stelpum. 11.20 Baráttan er mikil í leiknum og liðin eru mikið í því að brjóta á hvort öðru. Þær dönsku reyna fyrsta skot leiksins á 22. mínútu en íslenska vörnin kemst í milli. 11.10 Hvorugt liðið náð skoti að marki fyrstu tíu mínútur leiksins. Nokkrar aukaspyrnur úti á velli. Lítið að gerast í byrjun leiks. 11.00 Leikurinn er hafinn. 10.50 Danska liðið er mjög sterkt, en það vill halda boltanum og stýra leikjum sínum. Þær dönsku eru búnar að spila tvívegis við Sviss; tapa einu sinni 1-0 og gerðu síðast jafntefli, 1-1. Ísland tapaði í tvígang sannfærandi fyrir sterku liði Sviss til að gefa einhverja mynd af styrkleika liðanna. Danska liðið gerði óvænt jafntefli við Serbíu í fyrsta leik sínum. 10.30 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Sviss, 3-0, í síðasta leik liðsins í undankeppninni. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir víkur fyrir Rakel Hönnudóttur. Sif Atladóttir færist aftur í miðvörðinn en hún spilaði aftast á miðju á móti Sviss. 10.25 Góðan daginn. Stelpurnar okkar hefja aftur leik í undankeppni HM 2015 nú í morgunsárið gegn Danmörku í Vejle. Sigur er nokkuð mikilvægur í dag þar sem Ísland er aðeins í baráttunni um annað sætið og ekki nema fjögur bestu liðin í öðru sæti komast í umspil um sæti á HM 2015.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira