Segir augljóst að Rússar hafi sent inn herlið
Petro Pórósjenkó, forseti Úkraínu, mun koma í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í næsta mánuði til þess að ræða ástandið í landinu.
Obama ávarpaði fréttamenn í Hvíta húsinu fyrr í kvöld. Pórósjenkó aflýsti í dag heimsókn til Tyrklands vegna rússneskra hermanna í austurhluta landsins. Pórósjenkó sagði nauðsynlegt að hann væri í höfuðborginni Kíev vegna versnandi ástands í Donetsk-héraði.
Pórósjenkó hefur nú þegar beðið Evrópusambandið um hernaðaraðstoð vegna innrásarinnar.
Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu, fullyrðir að milli þrjú og fjögur þúsund rússneskir hermenn hafi gengið til liðs við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.
Hér má sjá brot úr ræðu Obama í kvöld.
Tengdar fréttir
Úkraínuforseti segir Rússa hafa ráðist inn í Úkraínu
Petro Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur aflýst heimsókn til Tyrklands vegna rússneskra hermanna í austurhluta landsins.
Úkraínuþing leyst upp og boðað til kosninga
Petró Porosjenkó Úkraínuforseti segir marga þingmenn vera stuðningsmenn vopnaðra uppreisnarmanna í austurhluta landsins.
Pútín og Pórósjenkó ræðast við í Minsk
Petro Pórósjenkó forseti Úkraínu hittir í dag kollega sinn Vladimír Pútín Rússlandsforseta á leiðtogafundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Búist er við hitafundi en samskipti ríkjanna hafa verið afar slæm síðustu misserin og sérstaklega síðustu vikurnar.
Pútín hótaði Úkraínu vegna viðskiptasamnings
Vladimír Pútín varaði Petró Pórósjenkó við að efla sókn sína gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu sem eru á bandi Rússlandsstjórnar á fundi þeirra í dag.
Ágreiningsmálin rædd í Minsk
Litlar vonir voru bundnar við að fundur Porosjenkós Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í gær myndi valda straumhvörfum í deilum þjóðanna og átökunum í austanverðri Úkraínu.
Pórósjenkó boðar til kosninga
Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, ákvað í kvöld að leysa þingið frá og boðaði hann til kosninga þann 26. október.