Enski boltinn

Tottenham fór áfram en Hull er úr leik í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Lennon og Andros Townsend fagna í kvöld.
Aaron Lennon og Andros Townsend fagna í kvöld. Vísir/Getty
Ensku liðin náði fimmtíu prósent árangri í kvöld í umspilum sínum um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tottenham vann öruggan sigur og komst áfram en Hull City tapaði á færri mörkum skoruðum á útivelli.

Harry Kane, Paulinho og Andros Townsend (víti) skoruðu mörk Tottenham í 3-0 heimasigri á AEL Limassol. Tottenham vann samanlagt 5-1 og verður í pottinum þegar dregið verður í riðla Evrópudeildarinnar á morgun.

Tottenham hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Mauricio Pochettino en Spurs er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína, tvo í deild og tvo í Evrópukeppni.

Hull City vann 2-1 heimasigur á belgíska liðinu KSC Lokeren en Belgarnir unnu fyrri leikinn 1-0 og komust áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Robbie Brady kom Hull í 1-0 strax á 6. mínútu leiksins en Jordan Remacle skoraði markið mikilvæga þegar hann jafnaði leikinn á 48. mínútu. Robbie Brady skoraði úr víti á 55. mínútu og kom Hull aftur yfir en það var ekki nóg.

Neðst í fréttinni má sjá sjálfvirka uppfærslu á helstu atvikum í leikjum kvöldsins. Svo nægir að smella á viðkomandi leik til að fá frekari upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×