„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2014 21:21 Myndin er tekin af Jovana þegar hún heimsótti Serbíu í fyrrasumar. „Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira