Sport

Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér að ofan.

Bardagarnir fóru fram í CSFC bardagasamtökunum í Doncaster, Englandi. Þrír Mjölnismenn kepptu þetta kvöld og var uppskeran tveir sigrar og naumt tap. Það tók Magnús Inga ekki nema 46 sekúndur að rota andstæðing sinn með vel staðsettu haussparki.

Þetta hefur verið frábært ár fyrir Magnús en hann hefur sigrað alla þrjá bardaga sína á þessu ári - alla með rothöggi. Nánari lýsingu af bardögunum má sjá á síðu MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina

Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti.

Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar

Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×