Innlent

Úthluta níutíu milljónum til mannúðarverkefna

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum sem frjáls félagasamtök geta sótt um til utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu-, neyðar- og mannúðarverkefna en þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Verkefnin sæta faglegu mati í samræmi við verklagsreglur um samstarf utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarverkefnum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi og með tilliti til alþjóðlegra samþykkta í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur undirgengist.

Sextán umsóknir bárust alls að upphæð 247.137.686 kr. frá níu félagasamtökum, en þar af voru 42.542.846 kr. til neyðaraðstoðar og 204.594.840 kr. til þróunarsamvinnu.

Eftirfarandi umsóknir hafa hlotið brautargengi hjá Utanríkisráðuneytinu:

Rauði krossinn á Íslandi, Ebóla í Sierra Leone - 25.000.000

Hjálparstarf kirkjunnar, Verkefni til stuðnings fórnarlömbum alnæmis í Úganda, 2. áfangi - 16.584.400

ABC barnahjálp, Bygging heimavistar og skóla fyrir götubörn í Naíróbí, 2. Áfangi - 15.000.000

SOS Barnaþorp, Fjölskylduefling í Gíneu Bissá 3. áfangi. - 10.890.705

Rauði krossinn á Íslandi, Sálfélagslegt verkefni á vegum Palestínska Rauða hálfmánans - 9.715.000

Enza Ísland, Efling kvennafjölsmiðju Enza í Suður Afríku 2. Áfangi - 6.500.000

Félagið Ísland-Palestína , Stuðningur við neyðarstarf á Gasa. - 4.042.846

Alls kr.: 87.732.951




Fleiri fréttir

Sjá meira


×