Sport

Veðurspáin fyrir Super Bowl ágæt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það snjóaði duglega í New Jersey í vikunni.
Það snjóaði duglega í New Jersey í vikunni. Vísir/Getty
Samkvæmt fyrstu veðurspám virðist sem að veðrið verði viðráðanlegt fyrir leikmenn Denver Broncos og Seattle Seahawks sem leika til úrslita í NFL-deildinni þetta tímabilið.

Leikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey sunnudaginn 2. febrúar. Super Bowl fer yfirleitt fram í hlýrra loftslagi en mjög slæmt veður getur haft mikil áhrif á leikinn.

Spáin nú er á þann veg að líkur á snjókomu eru um 30 prósent og hitastig ætti að vera um frostmark.

Forráðamenn NFL eru undir það búnir að færa leikinn mögulega til og láta hann fara fram fyrr um helgina, ef veðurspá verður slæm. Leikurinn hefst klukkan 18.25 á staðartíma (klukkan 23.25 hér á landi) ef ekkert breytist.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×