Innlent

Sundlaugunum á Hólmavík og Þingeyri lokað

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Þetta er alveg hræðilegt og við erum í losti yfir þessu,“ segir Gunnar S. Jónsson, forstöðumaður sundlaugarinnar á Hólmavík.
"Þetta er alveg hræðilegt og við erum í losti yfir þessu,“ segir Gunnar S. Jónsson, forstöðumaður sundlaugarinnar á Hólmavík.
Sundlaugarnar á Hólmavík og Þingeyri verða lokaðar um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum. Ástæðan er bág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar sem veldur því að ekki er hægt að afhenda svokallaða „ótrygga orku“.

„Þetta er alveg hræðilegt og við erum í losti yfir þessu,“ segir Gunnar S. Jónsson, forstöðumaður sundlaugarinnar á Hólmavík. „Ég var bara að loka sundlauginni núna. Við höldum þessu þannig að það frjósi ekki.“

Ekki er hægt að fullyrða um það hvenær hægt verði að opna sundlaugina að nýju en Gunnar býst við því að það verði ekki fyrr en eftir tvo mánuði.

Hann veit ekki nákvæmlega af hverju lokunin er, hann hafi fengið tilkynningu frá Landsvirkjun um að vatnsstaðan væri bág. Málið kom upp í gær og fyrirvarinn haf því ekki verið mikill. Hann segir að ekki komi til greina að hita upp með olíu en það kosti um 80 þúsund krónur á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×