Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 12:30 Viðar fagnar marki með Vålerenga. Mynd/Vålerenga Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira