Markverðirnir stórbæta sig í atvinnumennskunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Ingvar Jónsson var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og heldur nú út í atvinnumennsku. Fréttablaðið/Vilhelm Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar til síðustu fjögurra ára, samdi við norska úrvalsdeildarliðið Start í gær og heldur í atvinnumennsku á nýju ári. Þar með er íslenska markvarðaþríeykið í landsliðinu, miðað við síðasta hóp, allt spilandi erlendis. Þetta hefur gerst nokkuð hratt, en Hannes Þór Halldórsson fór frá KR til Sandnes síðasta haust, Ögmundur Kristinsson til Randers í sumar og nú Ingvar til Start í Noregi. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst aukin geta. Við erum búnir að vera að sjá þróun á markvörðum hér heima og þeir verða bara betri. Við erum að fá mikið af ungum og efnilegum strákum inn og allri þjálfun er sinnt betur,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari KR og íslenska landsliðsins.Mennt er máttur Guðmundur segir árangur íslenska landsliðsins sem og árangur liða á borð við FH, Breiðablik, KR og Stjörnuna í Evrópu á undanförnum árum hafa mikið að segja. „Evrópuglugginn virðist opnari en nokkru sinni fyrr og þannig ná þessir strákar að vekja á sér athygli,“ segir Guðmundur, en bendir þó fyrst og fremst á betri þjálfun. „Markvarðaþjálfarar eru orðnir betur menntaðir en oft áður og það skilar sér í meiri gæðum. Stærsta skrefið hjá KSÍ var að taka menntun þessara þjálfara inn í leyfiskerfið og nú þurfa liðin að vera með einn slíkan í sínum röðum.“ Þessa dagana stendur einmitt yfir námskeið fyrir verðandi markvarðaþjálfara og þar má sjá nokkur kunnugleg andlit. „Það eru einir 14 þjálfarar á námskeiði núna, þar á meðal Þóra Helgadóttir og Stefán Logi Magnússon. Það er rosalega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn í þetta sem hafa haft það að atvinnu. Það er þessi hópur sem við viljum fá inn í þetta,“ segir Guðmundur.Menn verða betri úti Guðmundur, sem haldið hefur utan um markverði landsliðsins í stjórnartíð Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar, segir rosalega mikilvægt fyrir þjálfarana að geta valið úr leikmönnum sem spila í atvinumennsku. „Við erum tilbúnir að gera allt fyrir þessa stráka hérna heima, en þegar allt kemur til alls er þetta ekki atvinnumennska. Ég þekki vel til Ögmundar og Hannesar og hef unnið með þeim í kringum landsliðið og sé alveg hversu mikið þeir hafa bætt sig á að fara í atvinnumennsku. Þeir sem fara út og geta sinnt þessu 100 prósent taka einfaldlega næsta skref. Nú eigum við sex markverði í atvinnumennsku. Þessi staða er alveg æðisleg,“ segir hann.Nú fá aðrir tækifæri Stjörnumenn ætla ekki að sækja sér nýjan markvörð til að leysa Ingvar af heldur munu Arnar Darri Pétursson (1991) og Sveinn Sigurður Jóhannesson (1995) berjast um markvarðarstöðuna hjá Íslandsmeisturunum. „Með þessu finnst mér Stjarnan vera að stíga stórt skref. Nú þarf Arnar Darri að sýna úr hverju hann er gerður og ég vil sjá hann taka risastórt skref. Hann hefur allt sem markvörður þarf að hafa. Sveinn Sigurður sýndi líka hvað hann getur þegar hann kom inn á í sumar og er búinn að vera Íslandsmeistari með Stjörnunni í 2. flokki tvö ár í röð. Það er flott að gefa þessum strákum tækifæri,“ segir Guðmundur, en þessar ferðir landsliðsmarkvarðanna í atvinnumennsku gefa einmitt fleirum tækifæri í Pepsi-deildinni. „Það sem gerist í framhaldinu þegar fleiri fara út, þá fá aðrir tækifæri í efstu deild og kannski ungir markverðir. Svona vindur þetta upp á sig og við getum haldið áfram að framleiða góða markverði fyrir félagsliðin okkar og landsliðið,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti