„Miðað við skoðanakannanir hafði ég búist við því að við ættum virkilega á brattann að sækja. Mér finnst þess vegna ótrúlegt að við séum að uppskera með þessum hætti,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem þvert á kannanir síðustu daga er inni í borgarstjórn núna miðað við síðustu tölur.
Aðspurð um það hvort hún hafi trú á því að hún haldist inni segir Áslaug:
„Ég leyfi mér að vona það en þetta hefur verið alveg ótrúlegt flökt á tölunum þannig að ég er auðvitað mjög stressuð,“ segir Áslaug og bætir við: „Ég vona svo innilega að Hildur [Sverrisdóttir] komist inn – hún á það svo sannarlega skilið.“

