Sýnist ég verða á Skype fram í nóvember Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2014 06:00 Kjartan reynir fyrir sér í Danmörku. vísir/daníel „Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
„Ég var búinn að ganga frá þessu á föstudag en spilaði síðasta leikinn með KR gegn Stjörnunni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem er orðinn leikmaður danska B-deildarliðsins Horsens en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kjartan á reyndar eftir að gangast undir læknisskoðun og tjáði Fréttablaðinu að hann væri ekki viss um að hann þyrfti að fara í hana. Hann skoðaði málið vel áður en hann samdi og talaði meðal annars við marga í Danmörku um Horsens. „Eftir að hafa kynnt mér félagið og danska boltann vel þá var aldrei spurning um að stökkva á þetta tilboð. Þetta er eitt af þremur stærstu liðum deildarinnar og Horsens á að vera í úrvalsdeild. Þetta er nýr völlur og frábærar aðstæður hérna,“ segir framherjinn sem á að rífa upp markaskorun liðsins en það hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjum deildarinnar. „Þá vantaði mann í teiginn til að klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði við Óla Kristjáns og fleiri og ég hef greinilega fengið ágætis meðmæli. Þjálfarinn hefur trú á mér og sannfærði mig.“ Mörgum finnst skrítið að Kjartan skuli fara í dönsku B-deildina en hvað finnst honum? „Danska úrvalsdeildin er sú besta á Norðurlöndunum. Hér vilja liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki farið í hvaða lið sem er í þessari deild en þetta er klúbbur sem talað er vel um og spilar fínan bolta,“ segir Kjartan en hann var til í nýja áskorun. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessu Pepsi-deildar umhverfi og þurfti breytingu. Ég var alvarlega meiddur og munaði engu að ferlinum lyki snemma hjá mér. Ég hef unnið vel í mínum málum og gott að komast aftur út orðinn 28 ára. Ég hef séð stráka eins og Guðjón Baldvins og fleiri sem hafa unnið sig upp úr neðrideildarboltanum. Ef maður stendur sig vel þá er þetta frábær gluggi.“ Kjartan er umdeildur leikmaður og hefur fengið að heyra það úr stúkunni. Það truflar hann ekkert en hann segir það hafa truflað fjölskylduna. „Ég fæ að svara fyrir mig inni á vellinum en umræðan var oft einhliða um mig. Ég er samt ekki að flýja land út af umræðunni. Þetta var bara frábært tækifæri sem ég stökk á.“ Kjartan mætir á sína fyrstu æfingu með Horsens í dag en hann verður án fjölskyldunnar næstu mánuði. „Það var erfitt að kveðja því ég á konu og fjögurra ára stelpu á skemmtilegum aldri heima. Það verður Skype fram í nóvember sýnist mér,“ segir Kjartan Henry Finnbogason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira