Allt uppi á borðinu hjá Barca sem eyddi 24 milljörðum í nýja leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2014 20:45 Luis Suárez kostaði sitt. vísir/getty Spænska knattspyrnufélagið Barcelona birti í dag á vefsíðu sinni og Twitter-síðunni þær upphæðir sem borgaðar voru fyrir nýja leikmenn í sumar sem og þær sem liðið fékk fyrir sölu á leikmönnum. Það varð allt vitlaust í kringum Barcelona fyrr á árinu þegar í ljós kom að félagið hefði borgað mun meira en upp var gefið fyrir Brasilíumanninn Neymar. Svo fór að Sandro Rossell, forseti Barcelona, sagði af sér, en þetta ætla Börsungar ekki að láta koma fyrir aftur.Josep Maria Bartomeu, nýr forseti Barcelona, ákvað að sýna stuðningsmönnum félagsins - og í raun öllum heiminum - hvaða tölur voru í gangi hjá félaginu í sumar. Barcelona eyddi 157 milljónum evra eða 24,2 milljörðum króna í sjö leikmenn í sumar, en þar munar mest um 81 milljóna evra kaupin á Luis Suárez frá Liverpool. Bæði er greint frá því verði sem Barcelona borgar viðkomandi liðum strax og svo þeim viðbótarkostnaði sem tengist árangurstengdum greiðslum. Arsenal á t.a.m. von á fimm milljónum evra til viðbótar við þær tíu sem Börsungar borguðu fyrir miðvörðinn ThomasVermaelen. Barcelona seldi leikmenn fyrir 79 milljónir evra eða tólf milljarða króna. Alexis kostaði Arsenal 42,5 milljónir evra og Chelsea borgaði 33 milljónir evra fyrir CescFábregas. Sú upphæð gæti hækkað um þrjár milljónir evra.Komnir: Building the first team: Adquisitions #fcblive pic.twitter.com/Ym2tL4B3ve— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 2, 2014 Farnir: Transfers: selling prices #fcblive pic.twitter.com/ngY8D2MGID— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 2, 2014 Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona birti í dag á vefsíðu sinni og Twitter-síðunni þær upphæðir sem borgaðar voru fyrir nýja leikmenn í sumar sem og þær sem liðið fékk fyrir sölu á leikmönnum. Það varð allt vitlaust í kringum Barcelona fyrr á árinu þegar í ljós kom að félagið hefði borgað mun meira en upp var gefið fyrir Brasilíumanninn Neymar. Svo fór að Sandro Rossell, forseti Barcelona, sagði af sér, en þetta ætla Börsungar ekki að láta koma fyrir aftur.Josep Maria Bartomeu, nýr forseti Barcelona, ákvað að sýna stuðningsmönnum félagsins - og í raun öllum heiminum - hvaða tölur voru í gangi hjá félaginu í sumar. Barcelona eyddi 157 milljónum evra eða 24,2 milljörðum króna í sjö leikmenn í sumar, en þar munar mest um 81 milljóna evra kaupin á Luis Suárez frá Liverpool. Bæði er greint frá því verði sem Barcelona borgar viðkomandi liðum strax og svo þeim viðbótarkostnaði sem tengist árangurstengdum greiðslum. Arsenal á t.a.m. von á fimm milljónum evra til viðbótar við þær tíu sem Börsungar borguðu fyrir miðvörðinn ThomasVermaelen. Barcelona seldi leikmenn fyrir 79 milljónir evra eða tólf milljarða króna. Alexis kostaði Arsenal 42,5 milljónir evra og Chelsea borgaði 33 milljónir evra fyrir CescFábregas. Sú upphæð gæti hækkað um þrjár milljónir evra.Komnir: Building the first team: Adquisitions #fcblive pic.twitter.com/Ym2tL4B3ve— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 2, 2014 Farnir: Transfers: selling prices #fcblive pic.twitter.com/ngY8D2MGID— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 2, 2014
Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira