Fótbolti

Ögmundur genginn til liðs við Randers

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ögmundur.
Ögmundur. Mynd/Heimasíða Randers
Ögmundur Kristinsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifaði undir eins árs samning hjá danska félaginu Randers í dag. Hann hefur æfingar á morgun hjá nýja félagi sínu þar sem hann hittir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Theódór Elmar Bjarnason.

Ögmundur sem er 25 árs gamall var fyrirliði Fram hefur verið einn besti markvörður Íslandsmótsins það sem af er sumri. Þá lék Ögmundur sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið á dögunum í leik Íslands og Eistlands.

„Þetta er stórt skref á ferlinum mínum og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Það hafa margir íslenskir leikmenn spilað við góðan orðstír í dönsku úrvalsdeildinni, meðal annars Theódór Elmar, nýji liðsfélagi minn og ég hlakka til að takast á við áskoruninni,“ sagði Ögmundur við heimasíðu Randers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×