Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. september 2014 09:04 Í skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar við fyrirspurn Marðar Árnasonar segir að niðurstaða um lagagrundvöllinn muni ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni ítarlegri skoðun á málinu. Enginn úrskurður liggur fyrir um hvort Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra hafi verið heimilt að leyfa sölu á Hvalabjór Brugghúss Steðja. Rúmir átta mánuðir eru liðnir síðan ráðuneyti hans ákvað að meta lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á bjórnum. Í janúar síðastliðnum lagði eigandi brugghússins fram stjórnsýslukæru eftir að heilbrigðiseftirlitið hafði gefið út fyrirmæli um sölustöðvun og innköllun þorrabjórsins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað þá að fresta sölubanninu þangað til úrskurður þess um lagagrundvöll ákvörðunar eftirlitsins lægi fyrir. Varan var uppseld rúmri viku síðar eftir að fimm þúsund lítrar af bjórnum höfðu selst í verslunum ÁTVR. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að úrskurður liggi fyrir innan fárra vikna. „Ráðuneytið hefur þurft að afla ítarlegra upplýsinga varðandi þetta mál þar sem málið er bæði flókið og sérhæft. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem síðustu upplýsingar bárust ráðuneytinu svo að málið yrði tækt til úrskurðar,“ segir í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ákvörðun ráðuneytisins á Alþingi í febrúar síðastliðnum og sagði hana vera „geðþóttastjórnsýslu“. Í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar kom fram að ráðuneytið teldi lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands óljósan. Umsagnir Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins um stjórnsýslukæru Steðja fylgdu svarinu og lágu fyrir þegar ákvörðunin um að heimila sölu á bjórnum var tekin. Í umsögnunum kemur fram að brugghúsið hafði notað fjögurra til fimm ára gamalt hvalmjöl frá Hval hf. í framleiðsluna. Mjölið uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga enda ekki ætlað til manneldis. Síðar var greint frá því að mjölið innihéldi meðal annars innyfli og þarma hvala. „Nú hefur komið í ljós að ráðherra meinti ekkert með þessu og það er alveg augljóst að ekkert gerðist fyrr en fjölmiðlar byrjuðu að grennslast fyrir. Það er hins vegar ánægjulegt að málið klárist fyrir næsta bóndadag þegar þorrinn hefst,“ segir Mörður í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Enginn úrskurður liggur fyrir um hvort Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra hafi verið heimilt að leyfa sölu á Hvalabjór Brugghúss Steðja. Rúmir átta mánuðir eru liðnir síðan ráðuneyti hans ákvað að meta lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um að banna sölu á bjórnum. Í janúar síðastliðnum lagði eigandi brugghússins fram stjórnsýslukæru eftir að heilbrigðiseftirlitið hafði gefið út fyrirmæli um sölustöðvun og innköllun þorrabjórsins. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað þá að fresta sölubanninu þangað til úrskurður þess um lagagrundvöll ákvörðunar eftirlitsins lægi fyrir. Varan var uppseld rúmri viku síðar eftir að fimm þúsund lítrar af bjórnum höfðu selst í verslunum ÁTVR. Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að úrskurður liggi fyrir innan fárra vikna. „Ráðuneytið hefur þurft að afla ítarlegra upplýsinga varðandi þetta mál þar sem málið er bæði flókið og sérhæft. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem síðustu upplýsingar bárust ráðuneytinu svo að málið yrði tækt til úrskurðar,“ segir í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ákvörðun ráðuneytisins á Alþingi í febrúar síðastliðnum og sagði hana vera „geðþóttastjórnsýslu“. Í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar kom fram að ráðuneytið teldi lagagrundvöll ákvörðunar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands óljósan. Umsagnir Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins um stjórnsýslukæru Steðja fylgdu svarinu og lágu fyrir þegar ákvörðunin um að heimila sölu á bjórnum var tekin. Í umsögnunum kemur fram að brugghúsið hafði notað fjögurra til fimm ára gamalt hvalmjöl frá Hval hf. í framleiðsluna. Mjölið uppfyllti ekki skilyrði matvælalaga enda ekki ætlað til manneldis. Síðar var greint frá því að mjölið innihéldi meðal annars innyfli og þarma hvala. „Nú hefur komið í ljós að ráðherra meinti ekkert með þessu og það er alveg augljóst að ekkert gerðist fyrr en fjölmiðlar byrjuðu að grennslast fyrir. Það er hins vegar ánægjulegt að málið klárist fyrir næsta bóndadag þegar þorrinn hefst,“ segir Mörður í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira