Hógværi huldumaðurinn á Höfðatorgi fundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. desember 2014 17:01 Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig." Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig."
Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26