Erlent

Átökin breiðast hratt út

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Vopnaðir aðskilnaðarsinnar hafa í vikunni hertekið opinberar byggingar í nokkrum borgum í austurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði gáfu uppreisnarmönnum frest þar til í gær til að yfirgefa byggingarnar áður hervaldiyrði beitt, en þau skilgreina aðgerðir aðskilnaðarsinna sem hryðjuverk. Uppreisnarmenn létu þessar viðvaranir stjórnvalda sem vind um eyru þjóta og lét úkraínski herinn til skarar skríða í morgun.

Skotárás var gerð á flugvellií grennd við borgina Donetsk, sem aðskilnaðarsinnar höfðu á valdi sínu, og náði herinn fljótlega yfirráðum. Talið er að ellefu manns hafi fallið í átökunum sem breiðast nú hratt út til nærliggjandi borga og bæja.

Oleksandr Turchynov, forseti Úkraínu, sagði á úkraínska þinginu í dag að með hernaðaraðgerðum sé verið að vernda íbúa landsins. Dimitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aftur á móti að Úkraína rambi á barmi borgarastyrjaldar og varar stjórnvöld í Kænugarði við að beita frekari aðgerðum gegn rússneskumælandi borgurum.

Rússar eru sakaðir um að hafa hvatt til aðgerða uppreisnarsinna  með því að flytja aukið herlið að landamærum Úkraínu, en þar eru nú um fjörtíu þúsund rússnesskir hermenn í viðbragðsstöðu. Þessu hafa rússnesk yfirvöld ítrekað hafnað, síðast í símtali Baracks Obama Bandaríkjaforseta við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi, þar sem Pútín sagði Rússa engin tengsl hafa við vopnaðar rússneskumælandi sveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×