Erlent

Hafa fundið lík sjö farþega

Höskuldur Kári Schram skrifar
vísir/ap
Leit að þeim sem fórust þegar farþegavél hrapaði í sjóinn á Javahafi um síðustu helgi hefur gengið illa þar sem slæmt veður er nú á svæðinu. Björgunarmenn hafa fundið lík sjö farþega.

Vélin sem var af gerðinni Airbus A320-200,var á leið frá Indónesíu til Singapúr þegar hún hvarf af ratsjám.Hundrað sextíu og tveir voru um borð en óttast er að allir hafi látið lífið þegar vélin hrapaði í sjóinn. Brak úr vélinni fannst á reki í sjónum undan ströndum Borneo í gær.

Leitarstörf hafa gengið erfiðlega þar sem slæmt veður eru á svæðinu en þú þegar hafa björgunarmenn fundið lík sjö farþega. Ættingjar farþega hafa verið beðnir um DNA sýni til hægt sé að bera kennsl á lík en sautján börn voru um borð í vélinni þegar hún fórst.

Boðað hefur verið til minningarathafnar í Indónesíu í dag vegna slyssins og þá hefur nýársfagnaði verið aflýst. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að vélin hrapaði en skömmu áður en hún hvarf af ratsjá báðu flugmenn hennar um að breyta um stefnu vegna slæmra veðurskilyrða.


Tengdar fréttir

Brak fannst í Jövuhafi

Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×