Erlent

Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven forsætisráðherra ræddi við blaðamenn síðdegis í dag.
Stefan Löfven forsætisráðherra ræddi við blaðamenn síðdegis í dag. Vísir/AFP
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar verða haldnar þann 22. mars næstkomandi.

Löfven sagðist neita að gefa Svíþjóðardemókrata þau völd að ráða sænskum stjórnvöldum, að setja öll skilyrði til að hægt sé að stjórna landinu.

Löfven verður að bíða með að boða til kosninga til 29. desember þar sem ný ríkisstjórn verður að hafa setið í þrjá mánuði áður en heimilt er að boða til nýrra kosninga.

Löfven sagði jafnframt að borgaralegu flokkana hafa svikið loforð sín um að leyfa þeirri „blokk“ sem ynni kosningarnar [jafnaðarmenn og Græningjar] að stjórna landinu.

Sænska þingið felldi nú siðdegis fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar jafnaðarmanna og Græningja þegar 182 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, en 153 með.

Svíþjóðardemókratar lýstu því yfir í gær að þeir hygðust greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna sem og varð raunin. Því greiddi meirihluti þingsins atkvæði með frumvarpi borgaralegu flokkanna.

Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar 3. október síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.

Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu

Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×