Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rio Ferdinand leikur á ný undir stjórn Harry Redknapp.
Rio Ferdinand leikur á ný undir stjórn Harry Redknapp. Vísir/Getty
Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Það hefur fækkað í leikmannahópi QPR í sumar, en Redknapp hefur verið duglegur að losa sig við leikmenn sem voru þungir á fóðrum. Hann vill væntanlega einnig losna við markvörðinn Julio Cesar sem þiggur 100.000 pund í vikulaun.

Redknapp hefur hins vegar aðeins fengið tvo leikmenn til QPR; miðverðina Steven Caulker og Rio Ferdinand, en Redknapp þekkir þann síðarnefnda vel eftir dvöl þeirra hjá West Ham.

Það er ljóst að QPR þarf á frekari styrkingu að halda, þá sérstaklega fremst á vellinum, en Kolbeinn Sigþórsson hefur m.a. verið orðaður við Lundúnaliðið.

Þá er framtíð Frakkans Loic Remy í óvissu, en Newcastle er meðal liða sem hafa áhuga á honum.

Komnir:

Rio Ferdinand frá Manchester United

Steven Caulker frá Cardiff City

Farnir:

Yossi Benayoun til Maccabi Haifa

Aaron Hughes samningslaus

Stephane Mbia samningslaus

Andy Johnson samningslaus

Hogan Ephraim samningslaus

Angelo Balanta samningslaus

Tim Hitchcock samningslaus

Luke Young samningslaus

Samba Diakité til Al Ittihad (á láni)


Tengdar fréttir

Rio Ferdinand samþykkir tilboð QPR

Rio Ferdinand er búinn að samþykkja tilboð frá nýliðum QPR samkvæmt heimildum enska miðilsins Daily Mail. Hann fetar því í fótspor bróðir síns sem lék með félaginu um tveggja ára skeið.

Benayoun réðst á Barton á Twitter

Yossi Benayoun sendi Joey Barton kaldar kveðjur á samskiptamiðlinum Twitter í morgun eftir að Barton hafði verið að tjá sig um málefni Ísrael og Palestínu.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Bróðir Kolbeins Sigþórssonar hafði ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum en samkvæmt heimildum SkySports komust félögin að samkomulagi fyrr í dag.

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax tilboð QPR í Kolbein Sigþórsson í dag en samkvæmt heimildum Vísis ber enn töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum.

Zamora áfram hjá QPR

Kolbeinn Sigþórsson er sagður með samningstilboð í höndunum frá félaginu.

Ferdinand skrifaði undir eins árs samning hjá QPR

Rio Ferdinand skrifaði undir eins árs samning hjá nýliðum QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og fetar þar með í fótspor bróðir síns sem lék áður fyrr með QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×