Segir fulla einingu hafa verið á milli kjördæmissambands og Guðna Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 14:34 Vísir/Valgarður „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
„Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira