Vill veita rýmri heimildir til að nota fánann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 10:01 „Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“ Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég er að leggja til að fáninn megi þá vera uppi til dæmis á sumrin hjá okkur, yfir bjartasta tímann,“ útskýrir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á fánalögum til að rýmka notkunarheimildir. Silja Dögg ræddi málið í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Strangar reglur gilda um notkun fánans sem meðal annars taka til hvenær má flagga honum. „Það þarf að taka hann niður fyrir miðnætti og það kannski á ekkert vel við hjá okkur þegar það er bjart allan sólarhringinn,“ segir Silja Dögg. Tók hún dæmi um ferðaþjónustuaðila og sumarhúsaeigendur. „Þá nennir það kannski einfaldlega ekki að draga hann að húni,“ segir hún. „Tilgangurinn með þessu frumvarpi er semsagt að gera þjóðfánann sýnilegri, að við notum hann meira.“ Silja Dögg segist vilja nota fánann meira. „Mér finnst við ættum að nota fánann meira og hafa hann sýnilegri. Ég fæ alltaf pínu svona gæsahúð við íþróttaviðburði og annað við fánahyllinguna. Mér finnst þetta mjög glæsilegt,“ segir hún. Frumvarpið var á dagskrá Alþingis í gær og segir Silja Dögg að málið hafi verið til umræðu, sem er ekki sjálfgefið þó að það sé á dagskrá. „Það voru fáir í salnum og það var enginn sem andmælti eða var með vesen þarna,“ sagði hún aðspurð hvernig frumvarpinu hafi verið tekið. Silja Dögg veit ekki af hverju reglurnar eru með þessum hætti en hún segir að sambærilegar reglur séu til á hinum Norðurlöndunum. „Grunnurinn í þessum fánalögum er sá að fánanum sé sýnd virðing. Hann má ekki vera slitinn, upplitaður eða illa farinn,“ sagði hún. „Það er einn punktur í þessu, það er náttúrulega vindasamt og allavega veður, það þarf kannski að tryggja það að þetta fari vel.“
Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira