Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 15:45 Pétur sagði að sér væri misboðið. Vísir / GVA Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er allt annað en sáttur við auglýsingar Öryrkjabandalags Íslands þar sem myndskeið af fundi sem hann sat er notað og ýjað að því að hann hafi ekki satt sagt á fundinum. Pétur ræddi málið á þingi í morgun þar sem hann furðaði sig á því að samtökin notuðu milljónir til að sverta mannorð sitt.Ómálefnaleg gagnrýni „Á dögunum birtist einstæð auglýsing félagasamtaka, það er að segja Öryrkjabandalagsins, sem hafði það markmið að sverta ákveðna stjórnmálamenn, það er að segja mig og háttvirtan þingmann Vigdísi Hauksdóttur. Þau nota til þess milljónatugi,“ sagði Pétur í umræðum um störf þingsins. Hann sagði að auglýsingin um sig væri í engu málefnaleg. „Ég kvarta ekki undan málefnalegri gagnrýni en ekkert er málefnalegt við þessa auglýsingu og ég spyr háttvirta þingmenn: Eru þetta vinnubrögð sem við viljum sjá? Að félagasamtök noti milljónir til að sverta þingmenn,“ sagði hann. Honum sagðist vera misboðið. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann.Hefur vonandi ekki áhrif Pétur sagðist hafa barist fyrir því í tvo áratugi að tekið yrði upp starfskyldumat í stað örorkumats og að hann hefði starfað í þremur nefndum sem barist höfðu fyrir þessu. Þar af einni sem væri enn starfandi og hann væri formaður í. „Ég mun reyna að láta þetta atvik ekki hafa áhrif á störf mín og leita áfram að lausnum sem gagnast munu öryrkjum og öldruðum en óneitanlega verður það eitthvað erfiðara,“ sagði hann í ræðunni.Vigdís Hauksdóttir þingkona.Vísir / DaníelFurðar sig á fundarboði Öryrkjabandalagið hefur í auglýsingum sínum einnig beint spjótunum að Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar og formanns fjárlaganefndar. Hún furðaði sig á auglýsingunum á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún talaði um að Öryrkjabandalagið stæði í áhlaupi á hana og Pétur. „Mér finnst kaldhæðnislegt að vera boðið á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins - þegar áhlaup stendur yfir í fjölmiðlum í auglýsingum frá þeim - á mig og Pétur Blöndal,“ skrifaði hún. „Bandalagið getur pönkast á mér ef það fær eitthvað út úr því - en að ráðast svona á vin minn og félaga heiðursmanninn Pétur Blöndal er langt - langt fyrir neðan beltisstað - er ALLT leyfilegt í dag?“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira