„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 08:04 "Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. vísir/anton brink „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson. Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson.
Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45