„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 08:04 "Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. vísir/anton brink „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson. Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
„Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson.
Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45