Kaldar kveðjur til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 4. desember 2014 18:54 Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að enginn í þingflokki Sjálfstæðismanna njóti trausts til þess að verða ráðherra. Ummæli Bjarna um að hann hefði leitað til Ólafar Nordal til að fá ráðherra sem nyti óskoraðs trausts hafa vakið athygli. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir í viðtali við Stöð 2 að löng hefð sé fyrir því að leitað sé til þingflokksformannsins þegar ráðherraembætti losni. Hún telur mögulegt að afstaða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála hafi haft áhrif og jafnvel tengsl hennar við Þóreyju Vilhjálmsdóttur fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir fáránlegt ef svo sé, Hún neitar því ekki að hafa sóst eftir embættinu og segist hugsi yfir niðurstöðunni. Þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segja ákvörðun um nýja innanríkisráðherra hafa komið á óvart, en fagna jafnframt endurkomu Ólafar Nordal í stjórnmálin. Árni Páll segir að sé hægt að færa rök fyrir því að sækja ráðherra út fyrir þingflokkinn. Það sé hinsvegar sérkennilegur rökstuðningur að hann hafi viljað velja ráðherra sem hefði ótvíræðan stuðnings sjálfstæðismanna. Það séu mjög kaldar kveðjur til þingflokksi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Steingrímsson segir að þetta hljóti að þýða að þingflokkurinn njóti ekki nægilegs trausts. Birgitta Jónsdóttir segist skynja að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum og horft sé framhjá mjög frambærilegu fólki eins og Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson hafa verið mjög nánir samstarfsmenn í gegnum tíðina og Ólöf er fyrrverandi varaformaður flokksins. Stefanía segir að hann hafi greinilega lent í klemmu við að gera upp á milli fólks. En hvaða áhrif hefur þetta á stöðu Hönnu Birnu og endurkomu hennar í stjórnmálin? „Ég held að með þessari ráðstöfun, að sækja út fyrir þingflokkinn og fá í liðið fyrrverandi varaformann, finnst manni að hann sé jafnvel að leggja drög að því að fá hana aftur í varaformannsembætti og Hanna Birna sé mögulega á leiðinni úr stjórnmálum,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira