Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2014 17:30 Arnarhreiðrið. Annað foreldrið með bráð í hægri kló en hitt foreldrið virðist sitja vinstra megin. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira