Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2014 17:30 Arnarhreiðrið. Annað foreldrið með bráð í hægri kló en hitt foreldrið virðist sitja vinstra megin. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira