Erlent

G7 ríkin funda í Brussel í sumar án Rússa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. visir/getty
Rússar taka ekki þátt í næsta fundi leiðtoga helstu iðnvelda heims vegna aðgerða þeirra á Krímskaga.

Þetta tilkynnti  Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í kvöld.

Fyrirhugað var að G8 ríkin myndu funda í Sotsjí í júní en nú hefur verið ákveðið að G7 ríkin ætli sér að funda í Brussel í sumar og án þátttöku Rússa.

Leiðtogar G7 ríkjanna funda nú í Haag í Hollandi en þar hefur komið fram að ríkin útiloki ekki enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×