Ríkið fái auknar heimildir til að segja upp starfsfólki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Stjórnarþingmenn vilja breytingar á lögunum um opinbera starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira