Enski boltinn

Forest og Derby skildu jöfn | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var hart barist í leik dagsins.
Það var hart barist í leik dagsins. Vísir/Getty
Nottingham Forest og Derby County gerðu 1-1 jafntefli í Championship-deildinni í dag.

Britt Assombalonga kom Forest yfir á 72. mínútu eftir sendingu frá Michail Antonio, en Leon Best jafnaði metin átta mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki en Jake Buxton, varnarmaður Derby fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum fyrir leikslok.

Forest er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Derby í því 10. með níu stig. Sex umferðir eru búnar af Championship-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×