Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 14:21 Hér er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. „Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas. Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið trúið því, en þetta er forsætisráðherra Íslands,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannsson í sundskýlu. Adleman hefur fjallað um leiðtogafundinn í Höfða að undanförnu, í síðasta mánuði kom út bók eftir hann sem ber titilinn Reagan at Reykjavik og segir frá mikilvægi leiðtogafundarins í Höfða. „Íslendingar voru engan veginn tilbúnir fyrir þessa innrás blaðamanna. Þó að fundurinn hafi átt að vera lítill í sniðum komu 3217 blaðamenn til landsins. Forsætisráðherra landsins hafði enga hugmynd um hverju hann myndi lenda í,“ segir Adleman í fyrirlestri sínum með bros á vör. Hann segir svo frá því þegar erlendir blaðamenn báðu Steingrím um að veita sér viðtal. „Þeir spurðu hann hvenær hann ætti lausan tíma og hann svaraði: „Þegar þið eigið lausan tíma““. Adleman segir svo frá því að fréttamaðurinn Tom Brokaw hafi beðið Steingrím um viðtal þegar hann væri í sundi og Steingrímur varð við þeirri bón. „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ bætir hann við hlæjandi. „Þetta er skrýtin mynd frá mjög skrýtinni helgi.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni var Steingrímur Hermannsson ekki feiminn við að láta mynda sig klæddan sundskýlu. Þessa mynd tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari þegar Þorrinn var blótaður á síðustu öld. Þarna er Steingrímur að hella kínversku hrísgrjónavíni í glas.
Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók. 16. júní 2014 19:30