Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Eiríkur Stefán Ásgeirssson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2014 15:00 Þóra B. Helgadóttir var stjarna kvöldsins. Vísir/stefán Þóra Björg Helgadóttir skoraði sitt fyrsta og eina landsliðsmark á glæsilegum ferli sem lauk með stórsigri á Serbum á Laugardalsvellinum í kvöld. Þóra Björg hefur varið mark Íslands í sextán ár og var búin að gefa út fyrir leikinn að hann yrði sá síðasti á landsliðsferlinum. Það var því við hæfi að hún fengi að taka vítaspyrnu sem Ísland fékk og brást henni ekki bogalistinn - Þóra þrumaði boltanum í netið í hennar 108. landsleik. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi. Ísland sótti linnulaust og skapaði sér mýgrút færa í upphafi leiksins. Staðan var þó „aðeins“ 3-0 í hálfleik en á síðustu 30 mínútum leiksins eða svo opnuðust flóðgáttirnar og stelpurnar röðuðu inn mörkunum.Harpa Þorsteinsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu tvö mörk hver fyrir Ísland og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þóra Björg skoruðu hin mörk Íslands.Jelena Cubrilo skoraði mark Serbíu eftir sjaldséð mistök í vörn Íslands en það var Vesna Elísa Smiljkovic, leikmaður ÍBV og fyrirliði Serbanna, sem lagði upp mark gestanna. Bæði hún og Danka Podovac, sem leikur með Stjörnunni, spiluðu allan leikinn fyrir Serbíu í kvöld en báðar eru með íslenskan ríkisborgararétt. Ólíkt leiknum gegn Ísrael á sunnudag fengu íslensku stelpurnar að spila fótbolta án þess að andstæðingurinn væri sífellt að tefja leikinn. Serbarnir gerðu sitt besta til að spila sína knattspyrnu en í dag mættu þær einfaldlega ofjörlum sínum. Íslensku stelpurnar voru í allt öðrum gæðaflokki en andstæðingurinn og það sást greinilega í leiknum. Ungir leikmenn fengu tækifæri í þessum lokaleikjum Íslands í undankeppni HM 2015 og miðað við útkomuna í kvöld þurfa Íslendingar ekki að kvíða framtíðinni. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu glimrandi vel og algjör synd að ekki fleiri stuðningsmenn hafi séð sér fært að mæta á völlinn í kvöld til að sjá stelpurnar fara á kostum og kveðja Þóru eftir stórglæsilegan feril.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta markið.Vísir/stefánHarpa: Serbar reyndu þó að spila fótbolta Sóknarmaðurinn Harpa Þorsteinsdóttir átti góðan leik gegn Serbíu í kvöld og skoraði tvö góð mörk í 9-1 sigri á Laugardalsvelli. Leikurinn var sá síðasti í undankeppni HM 2015. „Þetta var æðislegt,“ sagði Harpa kampakát. „Við gerðum allt sem lagt var upp með. Við skoruðum níu mörk og fengum fullt af færum til að bæta við. Þetta var flugeldasýning til heiðurs Þóru.“ Stelpurnar mættu Ísrael um helgina og unnu þá 3-0 sigur. En Harpa segir að það hafi verið allt öðruvísi leikur. „Serbarnir voru þó að reyna að spila fótbolta og hentaði það okkur miklu betur. Það er allt öðruvísi að spila gegn liði sem pakkar ellefu leikmönnum inn í teig og bombar öllu í burtu,“ sagði Harpa. Hún komst nokkrum sinnum nálægt því að klára þrennuna í kvöld en hún segir að það skipti litlu máli úr þessu. „Það verður aldrei 100 prósent nýting í svona leik. Ég er því bara sátt við mitt.“ Harpa segir að það hafi verið gaman að Þóra Björg Helgadóttir skyldi skora í leiknum en hún var að leika kveðjuleik sinn í kvöld eftir langan og glæsilegan landsliðsferil. „Ég á eftir að sakna hennar gríðarlega mikið enda erum við góðar vinkonur. En það var gaman að fá að kveðja hana á þennan hátt.“ „Það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í liðinu en framtíðin er afar björt. Ég sé enga ástæðu til að kvíða hennar.“Þóra kvaddi í kvöld.Vísir/stefánÞóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.Freyr faðmaði Þóru þegar hún fékk heiðursskiptingu.Vísir/stefánFreyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir skoraði sitt fyrsta og eina landsliðsmark á glæsilegum ferli sem lauk með stórsigri á Serbum á Laugardalsvellinum í kvöld. Þóra Björg hefur varið mark Íslands í sextán ár og var búin að gefa út fyrir leikinn að hann yrði sá síðasti á landsliðsferlinum. Það var því við hæfi að hún fengi að taka vítaspyrnu sem Ísland fékk og brást henni ekki bogalistinn - Þóra þrumaði boltanum í netið í hennar 108. landsleik. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi. Ísland sótti linnulaust og skapaði sér mýgrút færa í upphafi leiksins. Staðan var þó „aðeins“ 3-0 í hálfleik en á síðustu 30 mínútum leiksins eða svo opnuðust flóðgáttirnar og stelpurnar röðuðu inn mörkunum.Harpa Þorsteinsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu tvö mörk hver fyrir Ísland og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þóra Björg skoruðu hin mörk Íslands.Jelena Cubrilo skoraði mark Serbíu eftir sjaldséð mistök í vörn Íslands en það var Vesna Elísa Smiljkovic, leikmaður ÍBV og fyrirliði Serbanna, sem lagði upp mark gestanna. Bæði hún og Danka Podovac, sem leikur með Stjörnunni, spiluðu allan leikinn fyrir Serbíu í kvöld en báðar eru með íslenskan ríkisborgararétt. Ólíkt leiknum gegn Ísrael á sunnudag fengu íslensku stelpurnar að spila fótbolta án þess að andstæðingurinn væri sífellt að tefja leikinn. Serbarnir gerðu sitt besta til að spila sína knattspyrnu en í dag mættu þær einfaldlega ofjörlum sínum. Íslensku stelpurnar voru í allt öðrum gæðaflokki en andstæðingurinn og það sást greinilega í leiknum. Ungir leikmenn fengu tækifæri í þessum lokaleikjum Íslands í undankeppni HM 2015 og miðað við útkomuna í kvöld þurfa Íslendingar ekki að kvíða framtíðinni. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu glimrandi vel og algjör synd að ekki fleiri stuðningsmenn hafi séð sér fært að mæta á völlinn í kvöld til að sjá stelpurnar fara á kostum og kveðja Þóru eftir stórglæsilegan feril.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta markið.Vísir/stefánHarpa: Serbar reyndu þó að spila fótbolta Sóknarmaðurinn Harpa Þorsteinsdóttir átti góðan leik gegn Serbíu í kvöld og skoraði tvö góð mörk í 9-1 sigri á Laugardalsvelli. Leikurinn var sá síðasti í undankeppni HM 2015. „Þetta var æðislegt,“ sagði Harpa kampakát. „Við gerðum allt sem lagt var upp með. Við skoruðum níu mörk og fengum fullt af færum til að bæta við. Þetta var flugeldasýning til heiðurs Þóru.“ Stelpurnar mættu Ísrael um helgina og unnu þá 3-0 sigur. En Harpa segir að það hafi verið allt öðruvísi leikur. „Serbarnir voru þó að reyna að spila fótbolta og hentaði það okkur miklu betur. Það er allt öðruvísi að spila gegn liði sem pakkar ellefu leikmönnum inn í teig og bombar öllu í burtu,“ sagði Harpa. Hún komst nokkrum sinnum nálægt því að klára þrennuna í kvöld en hún segir að það skipti litlu máli úr þessu. „Það verður aldrei 100 prósent nýting í svona leik. Ég er því bara sátt við mitt.“ Harpa segir að það hafi verið gaman að Þóra Björg Helgadóttir skyldi skora í leiknum en hún var að leika kveðjuleik sinn í kvöld eftir langan og glæsilegan landsliðsferil. „Ég á eftir að sakna hennar gríðarlega mikið enda erum við góðar vinkonur. En það var gaman að fá að kveðja hana á þennan hátt.“ „Það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í liðinu en framtíðin er afar björt. Ég sé enga ástæðu til að kvíða hennar.“Þóra kvaddi í kvöld.Vísir/stefánÞóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.Freyr faðmaði Þóru þegar hún fékk heiðursskiptingu.Vísir/stefánFreyr: Vildum sýna hvað við höfum gert undanfarið ár Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður með frammistöðu leikmanna í 9-1 sigri Íslands á Serbíu. Fyrir leikinn lá fyrir að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitakeppni HM 2015 á næsta ári en stelpurnar sýndu að framtíðin er björt. Leikmenn fóru á kostum og léku Serbana sundur og saman. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir þetta í lokaundirbúningi okkar fyrir leikinn. Við ætluðum að láta allt það sem við höfum gert í ár kristallast í þessum leik. Og það gekk eftir,“ sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Ég hef núna búinn að heilaþvo þær í eitt og hálft ár,“ sagði hann í léttum dúr. „Þær vissu því alveg hvað ég var að tala um og áttu ekki erfitt með að framkvæma það þegar út á völlinn var komið. Ég er þakklátur fyrir það og mjög ánægður.“ Sóknarleikur Íslands var frábær í kvöld en Freyr kvartaði eftir 3-0 sigurinn á Ísrael um helgina að ákvarðanataka á síðasta þriðjungi vallarins hafi ekki verið nógu góð. „Hún var miklu betri í kvöld og það var frábært að sjá hversu margir komu að sóknarleik liðsins - hvort sem var að skora, leggja upp eða búa til uppspilið. Flæðið í leik liðsins er orðið mjög gott auk þess sem að varnarleikur liðsins var mjög góður. Við hleyptum þeim varla að teignum okkar, nema í þetta eina skipti sem við gerum mistök og þær komast í sókn og skora.“ „Við vissum alveg að Serbarnir gætu spilað. Við þurftum að kæfa þeirra spil og það gekk eftir í 80 af 90 mínútum í kvöld. Þetta lið gerði 1-1 jafntefli gegn Dönum úti í leik sem þær áttu að vinna. En nú komu þær hingað og áttu ekki möguleika.“ Landslið Íslands hefur náð frábærum árangri undanfarin ár og tvívegis komist á stórmót. Nokkrir lykilmanna standa á tímamótum og hefur Freyr unnið að því hægt og rólega að endurnýja hópinn. Hann óttaðist aldrei að það myndi reynast erfitt að fylla í skörð þeirra sem fóru fyrir liðinu á þessum miklu uppgangsárum. „Það er vissulega rétt að það eru margir leikmenn að fara úr liðinu sem eiga fjölmarga leiki að baki. En ég hugsaði fremur um hvernig ég fleiri leikmenn til að koma að liðinu og búa þannig til stærri heild. Nú finnst mér hópurinn vera þannig skipaður að það eru engir „toppar eða botnar“ heldur er þetta þéttur hópur þar sem allir eru á sömu bylgjulengd og allir að reyna að gefa eitthvað af sér.“ „Það er mikil gleði í hópnum, bæði inn á vellinum og utan hans, og allir eru samstíga. Ég held að á næstu mánuðum og árum munum við búa til fleiri leiðtoga fyrir landsliðið okkar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sjá meira