Erlent

Átján fórust í flugslysi í Nepal

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ættingjar farþega bíða eftir fréttum af flugvélinni.
Ættingjar farþega bíða eftir fréttum af flugvélinni. vísir/ap
Átján fórust þegar farþegavél Nepal Airlines brotlenti í fjallshlíð í Nepal í gær, um 250 kílómetrum vestur af höfuðborginni Katmandú.

Flugvélin var á leið frá Pokhara til Jumla þegar flugturn missti samband við flugmanninn einungis fimmtán mínútum eftir flugtak.

Alls voru fimmtán farþegar um borð í vélinni auk þriggja manna áhafnar og komst enginn lífs af. Meðal hinna látnu er danskur ríkisborgari.

Öryggismál Nepal Airlines hafa verið gagnrýnd og er flugvélafloti félagsins sagður gamall. Talsmaður félagsins segir flugvélina hafa verið í lagi en málið er í rannsókn og er slæmt veður sagt hafa valdið slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×