Erlent

Segist hafa myrt 22 manns

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Miranda er ákærð ásamt eiginmanni sínum fyrir morð á 42 ára gömlum manni eftir að hafa hitt hann á vefsíðunni Craigslist.
Miranda er ákærð ásamt eiginmanni sínum fyrir morð á 42 ára gömlum manni eftir að hafa hitt hann á vefsíðunni Craigslist. vísir/ap
Miranda Barbour, 19 ára kona frá Pennsylvaníu, segist hafa myrt að minnsta kosti 22 manns undanfarin sex ár víðsvegar um Bandaríkin. Hún er ákærð ásamt eiginmanni sínum, Elytte Barbour, fyrir morð á 42 ára gömlum manni, Troy LaFerrara, eftir að hafa hitt hann á vefsíðunni Craigslist.

Barbour segir morðin tengjast hópi satanista sem hún tilheyri, sem eigi rætur sínar að rekja til Alaska þar sem hún bjó þegar hún var 13 ára. Lögregla rannsakar nú hvort fullyrðingar Barbour eigi við rök að styðjast.

Parið gifti sig í Norður-Karólínu og fluttist búferlum til Pennsylvaníu um þremur vikum fyrir morðið á LaFerrara. Að sögn lögreglu sagði Elytte við yfirheyrslur að þau hefðu framið glæpinn vegna þess að þau langaði „að myrða einhvern saman“. Þá sögðu þau að Miranda hafi stungið LaFerrara til bana í framsæti bifreiðar hennar á meðan Elytte hélt snúru utan um háls hans.

Farið er fram á dauðarefsingu yfir þeim báðum.

Parið gifti sig í Norður-Karólínu og fluttist búferlum til Pennsylvaníu um þremur vikum fyrir morðið á LaFerrara.vísir/ap



Fleiri fréttir

Sjá meira


×