Innlent

Ýmis hitamál rædd á Alþingi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Væntanlega verður tekist á í þingsal í dag.
Væntanlega verður tekist á í þingsal í dag.
Á þingfundi, sem hefst 10:30, verða ýmis hitamál rædd.

Fyrst á dagskrá verður óundirbúinn fyrirspurnartími. Þar er líklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði spurður út í makríldeiluna svokölluðu.

Að loknum fyrirspurnartíma taka við umræður um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB til baka.

Takist að ljúka þeim umræðum eru 26 önnur mál á dagskrá þingsins. Tillaga Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB verður til umræðu á eftir umræðum um tillögu Gunnars Braga.

Tillaga Katrínar Jakobsdóttur um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum er einnig á dagskrá.

Auk ESB-málsins eru gjaldskrárlækknir, náttúruvernd, heilbrigðisþjónusta og hagkvæmni lestarsamgangna meðal þess sem er á dagskrá þingsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×